Sambönd

Sambönd er eitt það mikilvægasta í okkar lífi, maðurinn er rosalega flókið fyrirbæri því hann á alls konnar tegundur af samböndum, önnur dýr hafa bara oftast eitt samband og það er samband móður og afkvæmis.
Sambönd flokkast oftast eftir því hvernig ást við höfum fyrir aðra, við erum með fjölskylduást, vinaást og rómantískriást. Stundum virðist þetta flækjast fyrir okkar og vinaást verður að rómantískriást og rómantískriást verður að vinaást og þá breytist allt.
Fyrir mér er hin eina og sanna ást sú sem er elskuð án skilyrða, eins og móðir til barns, móðirinn myndi ekki fara frá barninu ef það gerir einhver mistök það væri bara ekki til í hennar heimi. Ef við pælum í þessu, móðirin er til þess að elska og veita barninu það besta uppeldi og hún getur veitt það er alveg sama hvað myndi gerast hún myndi alltaf elska barnið.
Ok, hvað myndi gerast ef við myndum elska hvort annað svona?
Hvenær breytumst við úr því að vera saklaust barn sem allir horfa á og dást yfir í að vera bara einhver...
Hafi þið ekki verið í barnaafmæli þar sem fólk bara situr og horfir á börnin og brosir það varla talar saman eina sem það gerir er að dást að börnunum og reynir að hjálpa því ef það er í vanda eða veitir því athygli þegar það vill fá það.
Hvenær var ást svona flókin? Hefur Hollywood brenglað fyrir okkur ástinni? Ég hef alveg tekið þátt í þessu og horft á myndir og ímyndað mér að þetta gæti verið ég, sá sem væri að hitta hina einu sönnu missa hana kannski í smá tíma en ná henni alltaf tilbaka með að hlaupa eftir henni á flugvelli.
Ást er ekki flokið fyrirbæri en við viljum gera hana að því til að halda ákveðnu drama í okkar lífi, við viljum taka þátt í leikjum sem verða í kringum "ást" og eins og allt annað í lífinu viljum við vinna hina eða réttara sagt ekki lenda í hópnum þar sem fólk er ekki í sambandi(losers, eða þeir sem tapa alltaf öðrum).

Afhverju ætli það sé að við afmörkum okkur eftir hvort maður sé karlmaður eða kvenmaður, þeir sem spinna best í kringum leikinn semja bestu strategíurnar fyrir hvort liðið og karlliðið þarf að spila svona og kvennliði þarf að verjast svona. Er þetta sem við viljum? Er engin(n) orðin þreyttur á þessu? Jú reyndar það er til það fólk sem nennir ekki að vera í þessu og þannig fólk er að birtast æ oftar og segja:
"Hættið þessum leikjum, verið þið sjálf og eins einlæg og þið getið!"
En þá heyrist í leikurum, "Shííit nei þá er ég bara nakinn með tilfinningar mínar fyrir framan einhvern ókunnan, síðan er fínt að hafa nokkur spil í hendi þannig ég get kannski dregið einhvern aðeins lengur meðan ég kannski kanna annan!"

Ég er ekki að segja að einhver ætti að segja: "Ég elska þig" á fyrsta stefnumóti (Hollywood er búið að eyðileggja þetta orð og gefa því ákveðnu þýðingu sem þýðir ég vil giftast þér og eignast með þér 10 börn), þá er samt hægt að koma því til skila að þú hafir þótt gaman að eiga samskipti saman og að viljir endurtaka leikinn. (Ekki þetta hringja eftir 3 daga!!)
Einnig ætti maður að vera eins einlægur og segja að þetta er ekki að virka og við erum greinilega ekki á sömu blaðsíðu.

Ég hef orðið vitna á því þegar tvær manneskjur sem þóttu gaman að hvoru öðru og voru að hittast, hættu að hittast eftir misskilning þar sem bæðu bara biðu eftir að annað þeirra átti að hafa samband, þar sem hinn hafði kannski sent sms síðast og hinn hafði hringt fyrir tveimur dögum síðar og þá er komið af hinu að hafa samband..... ég verð ruglaður!

En þá kem ég að spurningunni sem ég spurði áðan, hvað myndi gerast ef við myndum elska hvort annað skilyrðislaust? Ég tel mig halda að það sé til verur sem gera þetta og hvort þær séu hérna á jörðinni eða annars staðar veit ég ekki en það er kannski eitthvað sem maðurinn mun aldrei geta gert, þar sem hann er svo stutt kominn í andlegum þroska. Við höfum náð miklum árangri í vísundum og tæknin er að verða skuggaleg en samt erum við komin svo stutt í andlegum þroska... ok þetta er efni í aðra færslu þara segja vísindin vs andleg þroskun.

Ef þú ert í sambandi og þér finnst bara þæginlegt vera í því og í rauninni ertu bara í sambandi en ekki að upplifa það þá verðuru að gera eitthvað, þetta er ekki að virka fyrir þig, talaðu við þann sem þú ert með áður en það verður um seinan!

Ást og friður með ykkur öllum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband