Samfélagsnet pása

Ég hef ákveðið að taka mér smá pása frá facebook, ég hef staðið mig að þvi að vera bara alveg tómur og látið mata mig að ýmsum upplýsingum. Sumum sem þjóna mér engan vegin og önnur sem gera það. Í staðinn fyrir að eyða tímanum í heilalaust samfélagsneta vafri þá ætla ég að reyna hugsa meira og skrifa meira. Þetta lætur mann hugsa aðeins er tæknin að gerð til þess að mata mann af rosalega miklu upplýsingum að maður bara standi stjarfur hugsunarlaus.
Ekki misskilja mig ég dýrka tækni og er sjálfur að læra tölvunarfræði og er rosalega mikill áhugamaður varðandi þessa hluti en fyrir e-n eins og mig þá á ég auðvelt með að bara hella mér ínn í þetta og bara gleyma mér. T.d. stóð ég mig að því að vera svona hálfgjör samfélagsnetfíkill (þá aðalega á facebook, hef aldrei komist inn í þetta twitter samfélag) ég loggaði inn spenntur að sjá eitthver skilaboð eða bara eitthvað rautt þarna vinstra horninu ennþá spennandi að fá vinaboð. Ef það væri ekkert þá fannst ég bara vera hálf einmanna og fannst engin sýna mér athygli þetta verð ég að segja sé ekki alveg lagi þegar facebook er að verða bein afleiðing hvernig mér líður þá fór ég aðeins í spegillinn og sagði við sjálfan mig: "Nei þetta gengur ekki! Nú ferðu í pásu og þegar þú hugsar eitthvað um facebook hvað þig langar að fara þangað inn þá skaltu frekar lesa eða skrifa e-ð."
Þannig þetta verður áhugavert prófraun og sjá hversu lengi ég get haldið mig frá þessu.
Einnig er þetta leið til að kynnast mér, því í raun er þetta líka flótti til að vera einn með sér eins og sjónvarp osfrv. við viljum stundum gleyma því að við þurftum að geta átt allavega 10 - 30 mín með sjálfum okkur(hugleiðsla) hitt er einnig að hægt að nota til að koma áfram ákveðinn boðskap til að ná til flestra og þar finnst mér facebook vera góður vettvangur þannig þetta er alls ekki slæmt og það er hægt að gera margt gott þarna alveg jafnt slæmt en fólk bara haldi öllu til hófs það er nefnilega gott að slökkva á öllu og einbeita á sjálfum sér í smá stund.

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

- hæ Lúlli, - gaman að sjá þig hér aftur!

Vilborg Eggertsdóttir, 10.1.2011 kl. 21:46

2 Smámynd: Lúðvík Bjarnason

Takk takk Vilborg! Maður reynir að setja e-ð hérna þegar maður finnur þörfina ;)

Lúðvík Bjarnason, 10.1.2011 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband