Tímamót og breytingar

Þegar vorið fer að koma þá lifnar eitthvað inní manni, þótt ég sé fæddur í vetramánuði þá finnst mér vorið alltaf besti tíminn, tími þegar breytingar fara afstað þegar ákveðið tímabil lýkur og annað hefst. Á þessum tímum þá fer fólk oftast að kveðjast eftir að hafa staðið veturinn saman inní húsi að gera sömu verkefnin saman... allt í einu kemur sólin og segir: "Jæja krakkar komin tími til að breyta til og upplifa aðra hluti, því nú er tíminn!" Sem lítill strákur var ég lengi að fatta afhverju það þurfti að breyta til stundum langaði mig bara halda í það sem var en svo þegar ég eldist þá blessa ég allar breytingar alveg sama í hvaða formi þær eru í.
Þegar grasið grænkar og sólinn málar himininn á kvöldin morgnana, stoppum við sjaldan við og íhugum þessa fegurð sem myndast fyrir framan okkur á hverjum degi. En fegurðin er ekki alltaf eins því hún breytist alltaf. Það ískrar í rólunni sem er jafnvel ljúfara en lóu söngurinn, börnin boða það sem koma skal. Við finnum það koma þótt að það kolni aðeins um kvöldin þetta er allt að koma.
Veturinn hefur gert sitt verk, hann hefur leitt löngun okkar til að upplifa sól og yl, við meigum ekki gleyma því þótt við bölvun honum og öllu svo fylgir honum.


Litla stelpan hleypur afstað nýkomin í fötin sín, hún fer um allar hæðir og fangar himininn, rólar eins hátt og hún kemst þangað til hún snertir stjörnurnar með höndunum, þær taka hana til sín og saman fara þau í snúsnú með halastjörnu. Þegar mamma kallar flytur hún niður og í faðmi móður sinnar. Á nóttinni leggst hún í rúmið og horfir á stjörnubjartahimininn hennir dreymir um endalaus engi sem hún svífur um þangað til hún kemur að fjallstindi þar sem hún lendir á, hún skoðar útsýnið og alla fjallstoppana sem virðast beygja sín til hennar og ávarpa hana sem Jarðarprinsessuna góðu hún þakkar þeim fyrir allt sem þeir hafa gert fyrir hana of fólkið hennar því næst flýgur hún afstað til að faðma tunglið, tunglið segir henni sögur um endalausan geim og þá heima sem þar búa. Hún vaknar síðan allt í einu þar sem mamma hennar strýkur henni um ennið. Komin tími til að vakna stelpa en Jarðarprinsessan veit samt allan tímann að hún var ekki sofandi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ Lúlli minn ég rabaði inn á síðuna þína :)

Bara að kvitta fyrir mig :)

Þórunn (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 15:24

2 Smámynd: Lúðvík Bjarnason

Takk fyrir það Þórunn ;)

Lúðvík Bjarnason, 10.4.2008 kl. 09:24

3 identicon

Skemmtileg saga.. vissi ekki að þú gætir skrifað svona skemmtilega.. hehe

Maggi Magg (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 13:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband