Færsluflokkur: Bloggar

Áhugavert!

Bætti við einn link hérna á hliðina endilega kíkið á hann!

Hvað erum við í raun og veru?

Hvað erum við í raun og veru? Hafiði eitthvað velt því fyrir ykkur? Eða er nóg bara að lifa daginn af og fara í gegnum rútínuna, höfum við val? Það eru ekki allir vissum það hvort við höfum í raun val, að þetta sé það sem eigum að gera bara því þetta er það sem fólk gerir, við eltum hina það er búið að koma upp ákveðnum reglum eða prósessum sem við eigum að fylgja og ef maður gerir það ekki þá endar maður í ræsið eða það verður ekkert úr manni. Þú ert ekkert nema þú sért búinn að ná einhverju ákveðnu markmiði, þetta er boðskapur sem við færum síðan yfir á næstu kynslóð.  
Og það virðist bara vera í góðu lagi þangað til við ákveðum eitthvað annað til að við leysum úr þessi mál sem við eigum í vanda með þurfum við að endurskoða hvað er það sem við viljum, viljum við að fólk beri virðingu fyrir hvort annað? Viljum við að fólki hjálpi hvor öðru? Viljum við breyta hlutunum?

Við þurfum að koma þessum hlutum í skólana, svo að börn fái þjálfum í að takast á við lífið og að þau fái þann rétt að endurmeta söguna að koma með nokkrar hliðar á málunum, við ættum kannski ekki að vera einbeita okkur of mikið á stærðfræði,tungumálum og lestur. Ég er nú ekki að tala um að þetta ætti ekki vera kennt heldur minnka vægi þess og koma með meiri heimspeki og frelsi til barnanna til að tjá sig um söguna og hvað þau myndu gera ef þau lendu í ákveðnum vandamálum sem virðist endurtaka sig aftur og aftur í sögunni.

Og síðan gætum við tvinnað stærðfræði, lestur og tungumálakennslu með þessu og notað þau sem verkfræði en ekki sem umræðuefnið og það er hægt að leika sér með þetta með að stækka sjóndeildarhring barnanna og þá myndast nýjar hugmyndir og þá kannski myndi næsta kynslóð sjá að sú gamla aðferðin var ekki alveg að virka og að þau væri til að prufa aðra hluti sem gæti verið eitthvað sem endurspeglaði því sem þau væru og hver þau vilja vera. Breytingarnar eru að gerast og ég finn það að fólk er að átta sig meir og meir hvernig hlutirnir eru að virka og hvað það getur gert í því til að breyta það er að koma ákveðin tímamót þar sem það gamla verður kvatt og nýtt upphaf velkomið en það gerist hægt og rólega og eins og það á að gerast.

 

En eins og Gandi sagði til að breyta heiminum verðurðu að breyta sjálfum þér og þannig hefst skrefið það hefst hjá þér! Ef þú hefur einhvern tímann lesið The Alchemist þá finnurðu þann boðskap, þannig þú veist hvað þarf að gera. Það er bara spurning Hvað þú ætlar að gera? Hver þú vilt vera? Spurningar eru aldrei nógu oft spurð og það er svo fallegt við það því með fleiri spurningar myndast fleiri svör sem mynda fleiri spurningar! Og það er hringurinn, hringurinn sem við förum.


Daniel Johnston

Svo ég komi nú aðeins frá þessum íhugum mínum þá ætla ég að segja frá uppgvötunum mínum, ég nota rosalega oft heimasíðu sem heitir pandora.com það er síða sem þú getur valið sjálf(ur) hvernig tónlist þú vilt hlusta á, þegar ég var að vinna og var ekkert að pæla sérstaklega tónlistinni sem ég var að hlusta á, þegar ég heyri eitthvað sem var frekar öðruvísi það var eins og eitthver gaur var bara að syngja inn á segulbandsspólu þannig ég fór að pæla aðeins í þessum gaur og fann þessar upplýsingar um hann þessa á wikipedia sem leiddi mig síðan að heimasíðunni hans og svo að heimasíðu að heimildarmynd um hann sem var gerð 2005 og fékk verðlaun hjá Sundance fyrir Documentary Directory Award og ég endaði á amazon og keypti mér eintak af dvd útgáfa á myndinni. Og síðan hef ég verið á myspace að hlusta á lögin hans.
Það er eitthvað við þennan mann sem hefur heillað mig, textarnir hans eru rosalega einlægðir og einfaldir. Það verður áhugavert að horfa á heimildarmyndina þar sem þessi maður hefur átt við geðræn vandamál að eta og hefur stundum verið líkt við aðra listamenn eins og Syd Barret og Brian Wilson í þein málum. 

Svona er gaman að uppgvöta nýja hluti og ég þakka því að ég eigi eftir að uppgvöta fullt af öðrum nýjum hlutum!  


Skoða

Ég veit ekki hvort eitthver getur séð klippuna sem ég póstaði hérna niðri en hún virðist ekki alveg vera að virka en það hægt að klikka á slóðina sem er fyrir ofan myndina og þá er hægt að sjá eða réttara sagt að heyra hvar þar er að geyma. Þetta er lestur úr bókinni The New Revelation úr Conversation with God bókunum þessi bók er einnig til á íslensku og ég er ekki alveg viss hver íslenska þýðingin er. Allavega endilega kíkið á þetta.  

Neale Donald Walsch

The New Revelations_Neale Donald Walsch 6

Add to My Profile | More Videos

Hin Heilagi Andi ÉG

Breytingar er eitthvað sem er partur af okkar lífi og við breytumst á hverjum degi. Þú tekur kannski alltaf eftir því en þegar líður á þá sérðu hvernig breytingin verður og þú allt í einu stendur á krossgötum. Hvað á ég að gera? Hver er ég? Hver er ég í sambandi við vinnuna,sambandið,húsið,hundinn osfrv. þetta eru ákvarðanir sem við þurfum að taka í okkar lífi. Persónulega hef ég átt erfitt með að taka stórar ákvarðanir og vill helst fljóta með en nú er ég að breytast, ég er hættur að fljóta með straumnum og ég er hættur að segja það sem ég á að segja heldur það sem ég vil segja. Sumt fólk vill stundum hætta að pæla í sjálfum sér og fara að pæla í öðrum það vill ekki sjá það sem það er hrædd við að sjá svo það lætur bitna á öðru fólki. Sumir eru hræddir við breytingar og þeim afleiðingum sem fylgja þeim og það er eðlilegt þar sem við höfum fjarlægt þetta comfort zone og komust á það stig að það gerir engin neitt fyrir okkur sjálf heldur við. Þú hefur alltaf val hvernig þú bregst við breytingum það getur engin tekið það frá þér því það ræður engin við þig nema þú sjálfur. Við ættum kannski að hætta að persónugera alla hluti sem eru í trúarbrögðum og beina því bara til okkar sjálfa t.d. að tilbiða hin mikla MIG. "Ertu trúaður?" Já ég trúi á MIG hann heitir stundum ÉG og er meira segja í fleirtölu VIÐ en þá er ég kannski kominn á annað svið sem ég ætlaði ekki að tala um, en þið ættu kannski að prufa að setja ÉG í staðinn fyrir Jésús þegar þið eru í kirkju og hlustið á prestinn.

VIÐ sköpum og hættum ekki að skapa það er eitthvað sem VIÐ ættum að fara pæla meira í, t.d. í pólitík það ætti að koma þessu orði í betri þýðingu. Fyrst ég var að tala um jesús áðan þá er hann gott dæmi um góðam pólitikus þarna var maður sem gerði það sem hann var að tala um og ég er ekki að tala um að vekja menn upp úr dauðanum eða neitt svoðleiðis heldur sjálfan boðskapinn það var ekki nóg að maðurinn predikaði heldur gerði hann það sem hann predikaði (þegar ég fór í google myndaleit og gerði define politics þá fékk ég þessa mynd hérna fyrir hliðina hjá mér). PólitíkusAnnað gott dæmi er Gandhi, Martin Luther King jr og fleiri. Pólitík er í raun það sem við viljum vera það er ávarp hvað við viljum gera og það náttúrulega breytist á hverjum þeim tíma sem við lifum og því gildi sem gefum lífinu og það allt breytist. En málið er að við viljum ekki taka ábyrgðina þannig við deilum henni á eitthvern ákveðin hóp sem á að sjá um okkar mál og eiga að tala fyrir okkur en þeir geta það náttúrulega ekki því þetta er allt annað fólk með allt önnur sjónarmið en við sjálf, ábyrgðin ætti að vera á okkur öll og við ættum að geta haldist við það að það breytist alltaf hversu þung hún er. Þetta er allt spurning hver þú vilt vera í sambandið við það sem er í kringum þig.

Hver ert heilagi ÞÚ?

 

 

 

 


EGO

Þegar þig langar til að gera eitthvað en finnst eins og eitthvað sé að stoppa þig, eitthverjir "bakþankar" þá er egoið að tala við þig. Ég finn það sjálfur að ég er í eilífu baráttu við egoið ogað ég það eru svo margir hlutir sem mig langar að gera en flest allar hindranir eru þær sem ég set mér sjálfur.  Ég las það í Conversation With God að maður ætti að snúa við ferlið sem kemur að því að gera eitthvað þara segja í staðinn fyrir að hugsa vandlega hvað er betra að gera og rannsaka í hausnum bestu lausnina þá geriru það sem þér dettur fyrst í hug og síðan máttu hugsa hvað þú gerðir og hvað það þýðir osfrv. þannig ferðu framhjá egoið. Ég er ekki kominn svo langt! :)
Þú getur hugsað svona þegar þú ert orðinn frjáls frá öllum þarasegja þú losir við þessar þarfir sem þú ert búinn að búa til og ert í þessu "comfort zone" þegar þú hugsar það skiptir ekkert öllu máli að þú hafir ekkert að tapa og munt aldrei tapa í þessu lífi þá ertu kominn langt í ferðinni, þá veistu í raun hvað er til.

Við búum til allskonar hluti hérna á jörðinni til að geta upplifað og þessir hlutir eru raunverulegir fyrir ego-ið en sálin sér þetta ekki sem raunverulegt heldur það sem við höfum skapað til að geta haft gaman að leiknum því án þess værum við ekki að þessu. Þannig það er gagnlegt að ego-inu og það hjálpar þér daglega við vinnu og skóla en ef þú vilt komast frá því þá geturðu oftast fundið það með að taka eftir fyrstu hugsuninni sem kemur eða tilfinningu áður en hún fer í síu hjá ego-inu.

Mig langar að mæla með Ken Wilber og heimasíðuna hans, ég set hana upp hérna vinstra meginn.


Byrjun, þakklæti

Það er kominn tími á að ég byrji að segja eitthvað hér, samfélagið hérna stækkar mjög ört og finnst mér að ég geti haft eitthver áhrif á þá sem lesa bloggið hérna. Ég hef lesið færslur hjá fólki sem hafa ómeðvitað hvatt mig til að skrifa frá mínum hugsunum. Hérna get ég opinberað það sem er að gerast innra mér, það sem ég er ekki gjarn til að segja frá mínum skoðunum og hugsunum þá er þetta tilvalinn leið til að koma því á framfæri. Þetta er partur af útrás höfundar og einungins gert til að höfundur hjálpi sér að líða vel og fái aðra sýn en þessa týpíska þriðju víddar sýn.

Það er svo margt sem ég er að upplifa gott fólk, ég er svo þakkláttur því sem hef fengið að geta gert hérna í þessu lífi og ég vil bara að það birtist á prent eða komist út, burt frá mínum hugsunum og tilfinningum. Það sem ég geri stundum er að staldra við og vera þakklátur, ég byrja með að þakka fyrir að ég geti andað og að hjartað mitt slær síðan þakka ég fyrir að geta séð fram fyrir mig og heyrt í hljóðunum í kringum mig síðan þakka ég fyrir gæsahúðina sem ég fæ þegar ég upplifi það að vera þakklátur.

Í næstu færslu ætla ég að tala um ego-ið og báráttan við það.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband