14.3.2007 | 12:52
Byrjun, þakklæti
Það er kominn tími á að ég byrji að segja eitthvað hér, samfélagið hérna stækkar mjög ört og finnst mér að ég geti haft eitthver áhrif á þá sem lesa bloggið hérna. Ég hef lesið færslur hjá fólki sem hafa ómeðvitað hvatt mig til að skrifa frá mínum hugsunum. Hérna get ég opinberað það sem er að gerast innra mér, það sem ég er ekki gjarn til að segja frá mínum skoðunum og hugsunum þá er þetta tilvalinn leið til að koma því á framfæri. Þetta er partur af útrás höfundar og einungins gert til að höfundur hjálpi sér að líða vel og fái aðra sýn en þessa týpíska þriðju víddar sýn.
Það er svo margt sem ég er að upplifa gott fólk, ég er svo þakkláttur því sem hef fengið að geta gert hérna í þessu lífi og ég vil bara að það birtist á prent eða komist út, burt frá mínum hugsunum og tilfinningum. Það sem ég geri stundum er að staldra við og vera þakklátur, ég byrja með að þakka fyrir að ég geti andað og að hjartað mitt slær síðan þakka ég fyrir að geta séð fram fyrir mig og heyrt í hljóðunum í kringum mig síðan þakka ég fyrir gæsahúðina sem ég fæ þegar ég upplifi það að vera þakklátur.
Í næstu færslu ætla ég að tala um ego-ið og báráttan við það.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.