Hin Heilagi Andi ÉG

Breytingar er eitthvað sem er partur af okkar lífi og við breytumst á hverjum degi. Þú tekur kannski alltaf eftir því en þegar líður á þá sérðu hvernig breytingin verður og þú allt í einu stendur á krossgötum. Hvað á ég að gera? Hver er ég? Hver er ég í sambandi við vinnuna,sambandið,húsið,hundinn osfrv. þetta eru ákvarðanir sem við þurfum að taka í okkar lífi. Persónulega hef ég átt erfitt með að taka stórar ákvarðanir og vill helst fljóta með en nú er ég að breytast, ég er hættur að fljóta með straumnum og ég er hættur að segja það sem ég á að segja heldur það sem ég vil segja. Sumt fólk vill stundum hætta að pæla í sjálfum sér og fara að pæla í öðrum það vill ekki sjá það sem það er hrædd við að sjá svo það lætur bitna á öðru fólki. Sumir eru hræddir við breytingar og þeim afleiðingum sem fylgja þeim og það er eðlilegt þar sem við höfum fjarlægt þetta comfort zone og komust á það stig að það gerir engin neitt fyrir okkur sjálf heldur við. Þú hefur alltaf val hvernig þú bregst við breytingum það getur engin tekið það frá þér því það ræður engin við þig nema þú sjálfur. Við ættum kannski að hætta að persónugera alla hluti sem eru í trúarbrögðum og beina því bara til okkar sjálfa t.d. að tilbiða hin mikla MIG. "Ertu trúaður?" Já ég trúi á MIG hann heitir stundum ÉG og er meira segja í fleirtölu VIÐ en þá er ég kannski kominn á annað svið sem ég ætlaði ekki að tala um, en þið ættu kannski að prufa að setja ÉG í staðinn fyrir Jésús þegar þið eru í kirkju og hlustið á prestinn.

VIÐ sköpum og hættum ekki að skapa það er eitthvað sem VIÐ ættum að fara pæla meira í, t.d. í pólitík það ætti að koma þessu orði í betri þýðingu. Fyrst ég var að tala um jesús áðan þá er hann gott dæmi um góðam pólitikus þarna var maður sem gerði það sem hann var að tala um og ég er ekki að tala um að vekja menn upp úr dauðanum eða neitt svoðleiðis heldur sjálfan boðskapinn það var ekki nóg að maðurinn predikaði heldur gerði hann það sem hann predikaði (þegar ég fór í google myndaleit og gerði define politics þá fékk ég þessa mynd hérna fyrir hliðina hjá mér). PólitíkusAnnað gott dæmi er Gandhi, Martin Luther King jr og fleiri. Pólitík er í raun það sem við viljum vera það er ávarp hvað við viljum gera og það náttúrulega breytist á hverjum þeim tíma sem við lifum og því gildi sem gefum lífinu og það allt breytist. En málið er að við viljum ekki taka ábyrgðina þannig við deilum henni á eitthvern ákveðin hóp sem á að sjá um okkar mál og eiga að tala fyrir okkur en þeir geta það náttúrulega ekki því þetta er allt annað fólk með allt önnur sjónarmið en við sjálf, ábyrgðin ætti að vera á okkur öll og við ættum að geta haldist við það að það breytist alltaf hversu þung hún er. Þetta er allt spurning hver þú vilt vera í sambandið við það sem er í kringum þig.

Hver ert heilagi ÞÚ?

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband