22.3.2007 | 00:41
Daniel Johnston
Svo ég komi nú aðeins frá þessum íhugum mínum þá ætla ég að segja frá uppgvötunum mínum, ég nota rosalega oft heimasíðu sem heitir pandora.com það er síða sem þú getur valið sjálf(ur) hvernig tónlist þú vilt hlusta á, þegar ég var að vinna og var ekkert að pæla sérstaklega tónlistinni sem ég var að hlusta á, þegar ég heyri eitthvað sem var frekar öðruvísi það var eins og eitthver gaur var bara að syngja inn á segulbandsspólu þannig ég fór að pæla aðeins í þessum gaur og fann þessar upplýsingar um hann þessa á wikipedia sem leiddi mig síðan að heimasíðunni hans og svo að heimasíðu að heimildarmynd um hann sem var gerð 2005 og fékk verðlaun hjá Sundance fyrir Documentary Directory Award og ég endaði á amazon og keypti mér eintak af dvd útgáfa á myndinni. Og síðan hef ég verið á myspace að hlusta á lögin hans.
Það er eitthvað við þennan mann sem hefur heillað mig, textarnir hans eru rosalega einlægðir og einfaldir. Það verður áhugavert að horfa á heimildarmyndina þar sem þessi maður hefur átt við geðræn vandamál að eta og hefur stundum verið líkt við aðra listamenn eins og Syd Barret og Brian Wilson í þein málum.
Svona er gaman að uppgvöta nýja hluti og ég þakka því að ég eigi eftir að uppgvöta fullt af öðrum nýjum hlutum!
Athugasemdir
Já mér langar rosalega í bol eftir þennann gaur... teiknar alveg kreisí myndir
Sölvi (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 11:05
ég sá að hann var helvíti duglegur að teikna og Kurt Cobain var í bol með teikningum hans.
Lúðvík Bjarnason, 23.3.2007 kl. 12:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.