Pæling...

Vandamálin sem herjar á okkur er ekki að utan heldur að innan og eina leiðin til þess að eiga við þau er að byrja að innan. Það á við eiginlega við öll vandamál sem herjar á okkur við erum svo upptekinn við dagskrána sem fylgir okkur á hverjum degi að við eigum til að gleyma þessu svo við sækjum hjálp og þessi hjálp bendir okkur alltaf á það sama.... hvað er innra með þér? Þú ert aldrei ein(n) og einmannaleikinn er blekking sem þú notar til að upplifa eitthvað mjög sterkt þetta er bara leikur og í raun er þetta ekki raunverulegt heldur eitthvað sem við búum til. Við erum alveg mögnuð það er engin vafi á því en við höfum ekki það skilningarvit til að sjá hversu mögnuð við erum í raun. Ef við værum með víkkað skilningarvit þar sem við sæjum okkur sem eina heild og hver sem er sem væri í kringum mann væri fjölskylda mans hvernig haldiði að heimur væri?

Ein vinkona mín bendir mig alltaf að sjá hlutina í öðru formi en þessu týpíska þrívíddar formi, hún hefur rosalega vitneskju að geyma hún sendi mér þennan link einu sinni.

http://spiritlibrary.com/cl/uriel-heals/2007/are-you-lost-in-the-world/

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

Hjartanlega sammála þér Lúðvík, get varla ímyndað mér hvernig sá heimur væri. Erum við ekki að fikra okkur áfram um að skapa hann sjálf? Takk samt, gaman að vita af þér og hugsum út fyrir rammann.Byrjar allt innra með okkur.

Vilborg Eggertsdóttir, 26.3.2007 kl. 16:57

2 Smámynd: Lúðvík Bjarnason

Jú við erum ferlið sífelt að endurskapa okkur það er svo frábært! :)

Lúðvík Bjarnason, 26.3.2007 kl. 20:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband