Á þetta að vera svona eða...

Ég hélt stundum að þegar maður planar eitthvað þá er það þannig og ekkert mun fara úrskeiðis en maður er fljótur að sjá þannig er það ekki alltaf, og það er eftir er ekkert nema erfiðar ákvarðarnir sem liggja og naga mann, sem vog vildi ég helst liggja í rúminu og þurfa ekki taka neinar ákvarðanir og sérstaklega erfiðar ég þarf að fara í gegnum hlutina milljón sinnum áður en ég tek ákvörðun. Fyndasta við það er að í mér búa nokkrar persónur, ein persónan vill spara og vil helst gera sem minnst í málinu önnur segir gerðu það þótt það hafi svona útkomu! Síðan er hin sem er nokkurn veginn sama um hvað skal gera í málinu og vil helst sitja og horfa á nýjasta þáttinn í Heroes. 

Til dæmis var ég búinn að plana ferð til Ítalíu og fara síðan til Albaníu og hitta þar vinkonu mína sem ég kynntist þegar ég var í skóla í usa en ég komst að því núna að hún kemst ekki í ágúst sem við vorum búin að ákveða og ég er búinn að fá úthlutað frí frá vinnunni á þeim tíma og ég vil helst fara á þessum tíma því ég vildi ekki missa af júní og júlí mánuðinum á íslandi.

En þannig er það og maður verður bara að taka því og gera eitthvað annað, ég ætla út það er alveg víst en ég þarf að endurraða ferðina mína, spurning hvort maður taki ekki Snoopy köttinn minn með ;) veit samt ekki hvort hann væri til í það. Ég ætti samt ekki að hafa áhyggjur að hafa engan félagsskap þar sem þessar þrjár persónur inní mér eru fjandi mikill félagsskapur, fyrsta væri samt í fýlu því hún væri ekkert til að fara út þar sem það getur kostað mikinn pening sú númer tvö væri allan tímann að reyna sannfæra nískupúkann að þetta væri ekkert svo dýrt og svo til lengri tíma þá væri sá níski kominn með samviskubit yfir þvi að hafa ekkert gert um sumarið svo væri sá þriðji sem bara fer þar sem hinir fara og pælir í því hvort það sé ódýr bjór þarna eða hvort það sé eitthver strönd.  

Öss ég held ég verð aldrei einmanna!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband