Ert þú ÞÚ?

Erum við í pattern? Er mynstrið sem við lifum í alltaf það sama? Kennum við sömu hlutina eða breytum við þeim? Leyfum við fólki að hafa aðrar skoðanir? Ég hef alltaf öfundað þá sem hafa getað brotist út úr þessu svo kallaða rútínu eða patterni þá sem þora og gera hlutina öðruvísi en aðrir. Gera eitthvað sem þeim finnst gaman að gera, tökum t.d. mann sem situr og lokar augunum eitthver myndi segja þessi maður er ekki að gera neitt og þetta væri tilgangslaust og hann ætti nú að fara að gera eitthvað en í raun er hann að gera eitthvað... hann þarf ekkert að gera neitt heldur ER hann eitthvað og orkan og hugsanirnar sem flæða um hann eru hlutir sem eru að gerast og hann er sá sem veldur því.
Það væri gaman að vera í veislu og ein algengasta spurningin er: "hvað ert þú að gera?"  og ef eitthver myndi segja jaaa ég er að íhuga núna og ég geri það flest alla daga og stundum get ég meira segja farið og flogið úr líkama mínum...  það væri gaman að sjá viðbrögðin við þessu.
Gerðu það sem þig langar að gera! Það er mergur málsins, ekki láta aðra segja þér hvað þú ættir að gera heldur vertu einbeitt(ur) á markmiðinu og láttu það gerast því þetta er allt í þínu valdi. Það er engin ein rétt eða röng leið að hlutnum. Þótt önnur leiðin er kannski styttri þá er hún ekki endilega rétta leiðin.

 

Don't forget: Your purpose on Earth is to evolve to your highest possible state of being

 Þú ert þú! Þú gerir ekki Þú, þú talar ekki þú heldur þú ERT þú og mundu að það ertu! Og í raun ætti það að skipta mestu máli og ætti að vera spurja að því þegar maður hittir einhvern í veislu. 

Ert þú ÞÚ? Eða ertu búinn að ákveða hver þú ert? Og hvað ætlarðu að vera til að vera ÞÚ?

Er eitthver ruglaður núna? :)  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðlaug Aðalrós

Nákvæmlega!

Ég reyni að vera ég, það tekst kanski ekki alltaf, en þvílík sóun að eyða tíma og orku í að reyna að vera eitthvað annað en það sem maður er....

Guðlaug Aðalrós, 11.4.2007 kl. 12:44

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Skemmtileg pæling. Ég geri bara nákvmlega það sem ég vil...þegar ég vil það. Það er meðvituð ákvörðun hjá mér að vera bara...allavega miklu meira en að gera. Samt er ég alltaf að gera eitthvað skemmtilegt en það er af því að ég er?

Einhver ruglaður??  Hehe...

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 14.4.2007 kl. 12:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband