11.4.2007 | 14:54
Já en ekki Nei
Hvernig væri það ef við gleymum öllu og byrjum upp á nýtt? Hvernig haldiði að heimurinn væri? Ef við endurskrifum söguna og gerum hana þannig að það virkar fyrir okkur. Við erum alltaf að breytast og það er að verða talsverð breyting núna í heiminum ekki í 3. víddar skilningi heldur í hugsun og í öðrum sviðum og víddum. En þessar breytingar gerast hægt en gerast þó og á meira segja á Íslandi hef ég tekið eftir þessu, fólk sem er byrjað að stiga upp og segja það sem það finnst og hvað í raun virkar fyrir okkur. Fólk er að vakna úr værum blundi það er að ganga út og kallar hér er ég og þetta er ég og svona vil ég vera! Ég get ekki verið annað en þakklátur og bjartsýnn á það sem er að gerast og ég hlakka til að fá að hitta fleira fólk sem er á sama máli.
Ég hef oft velt því fyrir mér hvort aðrir bæru svipaðar hugsanir og skoðanir og ég eftir að hafa lesið Samræður við Guð þá opnaðist nýr heimur en sá heimur var innra með mér en núna er ég að vonast að hann fari að birtast að utan og að líkaminn verði ekki eitthver skel heldur endurspeglun á því sem er að gerast innra með mér en ég veit að það er langur vegur og ýmislegt sem ég þarf að gera og vera áður en það næst. Andlegur metnaður er eitthvað sem ég þarf að sinna og gera meira af eins og t.d. að hugleiða meira það gefur mikinn andlegan styrk og orku til að tileinka sér daginn meira og ekki vera að falla í skugga neikvæðina.
Neikvæðnin er rosalega slæmt og hefur um leið áhrif á fólk þetta sjáum við á hverjum degi hve jákvæðni getur skapað svo gott andrúmsloft, þetta er rosalega einfalt en gleymst svo fljótt. Það hefur engin áhrif á líðan þína nema þú sjálfur þú getur alltaf skipt um skoðun. Þú hefur valdið engin annar til að breytast til að mótast og byrja hugsa jákvætt.
Athugasemdir
kæri lúðvík, ég hef hugleitt reglulega í nokkur ár og ég vil meina að það sé það besta sem ég hef gert til að fá innsýn í ytra lífið og innara lífið.
Ljós til þín og hafðu fallegan dag.
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 11.4.2007 kl. 17:03
Já ég veit að þetta er mikil andleg vinna en mun borgar sig á allan hátt.
Lúðvík Bjarnason, 11.4.2007 kl. 17:29
hey...... gaman að lesa bloggið þitt......... kristin
kristin (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 17:23
Elsku kæri Lúðvík...það var fyrir þann undramátt að ég varð bloggvinur þinn að ég fékk upplýsingar um fyrirlesturinn með Neale Donald Walsch í Birmingham sem ég var að koma af. Heimsreisan um stofnum huanity tea sem byggir á tilfinningunni um ONENESS. Allt sem ég lifi og anda þessa dagana..innri tilfinning sem er svo sterk...
Þetta var frábær ferð og ég upplifði svo margt mikilfenglegt sem ég á eftir að búa að og lifa og læra. Takk kæri vinur!!!
Þú ert sko í flæði þess að sameina.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 13.4.2007 kl. 23:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.