22.4.2007 | 19:33
Breyting meðvitundar...
Það er svolítið merkilegt hvernig maður fjarlægist fólki sem maður átti svo mikið saman með hérna áður fyrr en síðan endar þetta fólk sem hálfgerir fortíðardraugar, við erum alltaf að breytast á hverjum einasta dag. Það er sérstaklega áhugavert þegar maður er í partí með fólki sem maður hafði eitthvað sameiginlegt áður fyrr en núna þá finnur maður það ekki lengur þótt maður langi til að vera þessi fortíðar ég þá er hann löngu farinn. Ég fyllist stundum eins og sumir þessa fortíðarþrá og finnst eins og tíminn ætti að vera kjurr og slaka aðeins á! En svo er ekki, maður verður að sætt sig við þessa þróun sem gerist hjá öllum. Ég hef oft fundist ég vera út undan og þar með leitað til fólks sem eru í sömum hugleiðingum og ég. Það hefur verið erfitt að opna sig upp stundum þar sem orði mín ná sjaldan að grípa það sem tilfinningar eða hugsanir eru að segja en ég í minni einlægni reyni stundum að lýsa því þar hefur maður stundum öfundað tónlistarmenn eða þeir sem geta komið tilfinningum sínum einhvern veginn á framfari. En allavega þá finnst mér oft þurfa leika einhvern annan einstakling stundum en sá sem ég er í raun það er náttúrulega skelin sem ég nota til að opna sig ekki, Neale Donald Walsch talar um transparency að koma algjörlega hreinn og beinn og að fólk ætti að byrja að opna sig og vera hreinskilin við hvort annað, þetta er eitthvað sem mér finnst erfitt og er engan veginn að nota þetta sem practice. Ég á svo margt eftir að læra og skilja.
Ég er varkár að opna mig ekki við öllum því maður er viðkvæmur við alskonar skotum sem ég veit að geta ekki sært mig nema að ég leyfi þeim það því ég hef alltaf valdið... en blekkingin er til staðar og þetta er væntanlega bara eitthvað sem ég þarf að takast á, þetta er skrýmslið sem ég þarf að vinna. Maðu er eins og barn sem óttast um að það sé skrýmsli undir rúminu eða inní skápnum maður lætur blekkinguna sem maður býr til ótta sig lang mest. En ég held ég sé á tímamótum og finn að þessar breytingar sem verða eru til þess að maður áttar sig á því, ég hef fulla trú á því að fólk er að pæla í þessu er að skoða sjálfan sig og finna lausnir sem virka fyrir sig og alla þá sem eru í kringum það. Við höldum áfram að þroskast og lífið veitir okkur öll þau verkfæri sem við þurfum til að takast á það þetta er eins og þú ert í íslenskri glímu þú ert með höldunar en nú er bara spurning hvernig ætlarðu að nota þau og hvaða bragð ætlar þú að nota til að "fella" lífið.. nei þú kannski fellir það ekki en þú nýtir þér það þú þarft bara að vera meðvituð um það. En spurning hvort leið mín sé að opnast fyrir öllum það verður erfitt en ég er kannski að taka örlítið hænuskref með þessu bloggi ég veit ekki. Vona að þið hafið haft það gott!
Athugasemdir
Elsku drengurinn minn - á minn hátt, skil ég ósköp vel hvað þú ert að fara. Eiginlega eins og að hafa dáið smá saman út úr því samfélagi sem þú hélst að væri hinn svokallaði "raunveruleiki". Eitthvað innra með þér dró þig í "fjallgöngu" og þessi ferð þín er farin án nokkurra leiðbeininga eða fyrri reynslu - samt er það eitthvað sem gerir það að verkum að það er engin leið til baka. Þessi ferð þín er fáfarin og einmanaleg, ásamt því að kveðja það sem VAR. Ekkert er lengur líkt neinu sem þú þekkir og þú veist ekkert hvernig eitthvað virkar lengur enda á leið inn í hið óþekkta og oftar en ekki fyllumst við ótta, depurð og kvíða. Stöndum á einhverri bjargbrún yfir hengiflugi og getum varla farið gömlu leiðin til baka, aðeins anda og vera í núinu, komast handan hugans sem kann ekkert annað en vera með eitthvað gamalt forritunar bögg. Þú ert ekki einn á ferð, því okkur fer fjöglandi þarna, ástarkveðja, vilb.
Búin að sjá myndina, The Fountain - brýtur en frekar upp hlutina
Vilborg Eggertsdóttir, 22.4.2007 kl. 20:09
Mér finnast þessar hugleiðingar þínar mjög skiljanlegar. Þetta virðist gerast þegar fólk fer að fara eftir sínum innri leiðarvísi og fylgja rödd hjartans.Þá vill stundum grisjast vel úr gamal hópnum sem maður átti samleið með um tíma.
En það góða er að alltaf á leiðinni dregur maður svo að sér fólk sem er á manns bylgjulengd og á samleið með þeim um tíma eða þar til enn einu sinni er skipt um stig. ég kalla það að skipta um stig þegar skilningurinn eykst eða þroskinn vex. Tímabilin þar á milli verða oft einmanaleg. En stundum þarf maður tíma með sjálfum sér...líka bara til að læra og skilja sig betur. Ég veit ekki hvað þú ert gamall en eitt veit ég eða mér finnst það að mðaur verður betri og betri í því með aldrinum að hætta hafa áhyggjur af því hvernig aðrir sjá mann. Eins og Neale Donald Walsch sagði um daginn uppi í Birmingham..þú veit hvver þú ert og Guð sér það...það er það eina sem skiptir máli þegar upp er staðið.
Það er langbest að segja bara það sem mani finnst og vera það sem maður er....maður gefrir hvort eð er aldrei öllum til geðs..sama hvað maður gerir þá er alltaf einhver sem mun geta fundið að því. Svo ég segi bara við sjálfa mig...Ég hef ákveðið að vera svona..svo er það bara annrra vandamál hvort þeim líkar það eður ei. Hins vegar kemur svo oftast í ljós að fólki líkar að vita hvaðr það hefur þig og að þú ert samkvæmur sjálfum þér. Og það er gott.
Mér sýnist þú bara vera á frábærri leið og vertu glaður yfir að hafa fundið þína leið sem heillar þig. Það eru ekki allir svo heppnir!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 24.4.2007 kl. 20:32
Takk fyrir þetta, það er alltaf gaman þegar fólk sýnir manni skilning! Ég er mjög glaður yfir því það sem ég er og hvað ég leið ég er á og ég er þakklátur fyrir því sem ég fæ að upplifa daglega! Ég er mjög þakkláttur ykkur sem skrifið mér comment sérstaklega svona uppörvandi :)
Lúðvík Bjarnason, 24.4.2007 kl. 22:53
þegar maður gerir sér grein fyrir hvað maður veit lítið, veit maður meira en áður. það er skrefið í þá átt sem sálin vil að maður fari.
ég finn fyrir gleði þegar ég les það sem þú skrifar, því það er sönnun fyrir mig að það kemur meira og meira jákvætt á jörðina, þegar við eitt eftir eitt opnum hjörtu okkar fyrir því sem við skynjum, og trúum.
fyrir mig hefur þetta líka verið erfitt , að opna og játa fyrir umhverfi og vinum. en þegar ég hef opnað mig fyrir því sem fyrir mig er sannleikur, þá hefur leiðinn komið að sjálfu sér.
það hefur verið gott fyrir mig að taka einn dag í einu, og fylgja því sem hjartað segir, og taka tíma til að hlusta á mína innri rödd, því miður hafa verið fordómar fyrir þessari leið, en mín skoðun er sú að það er bara tímabundið.
Ljós og Kærleikur til Þín lúðvík.
frá mér í DK
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 5.5.2007 kl. 13:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.