24.4.2007 | 16:52
Trú
Ég hlustaði á Gunnar sem er oft kenndur við Krossinn og Birgir sem skrifa á síðunni Vantrú vera tala um það sem hinn trúir á og sem annar trúir ekki á. Þetta fékk mig að hugsa mikið og aðalega hve erfitt það er að reyna breyta trú einhvers eða ekki trú eiginlega verð ég samt að vera sammála Gunnari einu að í raun er Birgir í trúarhópi sem trúir samt ekki neitt en er samt eitthvers skonnar trú... og í raun það sem Birgir er að segja að hann er ekki að trúa á þennan Guð sem er getið í Biblíunni sem birtir virkilega furðulega mynd af honum/henni og ég skil það vel, ég trúi ekki á þennan guð heldur og það eru margir sem gera það ekki heldur. Það þarf að skilgreina hann/hún/það betur og kannski að leyfa fólki að kynnast nýjum hugmyndum. En Birgir er með á hreinu hvernig Guð hann trúir ekki á og hann skilgreinir þessa týpu alveg en ég vona að hann Birgir kannski fengi að kynnast öðrum hliðum og aðra möguleika á Guði. Persónulega gæti ég aldrei reynt að snúa einhvern að eitthverri "trú" því virðing mín fyrir ákvörðun annars fólk er það mikil að mér myndi aldrei detta það í hug en ég væri til að kynna það fyrir annað fólk ef það væri opið fyrir það.
Þeir voru báðir með rökfærslur um að þetta og hitt væri ekki rétt og annað rangt, hvorugur komst á þeirri niðurstöðu að þeir höfðu báðir rangt fyrir sér eða rétt. Ég hefði sagt að það er ekkert rétt eða rangt í einni mynd til, heldur er þeta eitthvað sem við túlkum, gerum og samþykkjum. Ég held að við öll getum verið sammála því að það sem er rétt hérna er kannski rangt annarsstaðar og þá í raun væri ekkert til sem væri rétt eða rangt. Það sem ég hef svolíti ámóti er virðingaleysi hjá fólki á því sem aðrir trúa kannski á en gera ekkert annað en að drulla yfir það og hlægja síðan við verðum að leyfa fólki að hafa sína trú (hvort það sem er trú eða vantrú) og það væri ekkert sem annar getur gert til að breyta skoðun hins ef hinn aðilinn samþykkir það ekki.
En annars skora ég fólk til að víkka sjóndeildarhringinn og ef það finnst eins og það vanti eitthvað þá er svo mikið af góðu lesefni til og ég held að fyrst bókinn Conversation With God væri góð byrjun hún svara mörgum spurningum og gefur annan perspective á lífið og síðan er líka spurning hversu meðtækinlegur ertu þessum upplýsingum hvað er það sem breytir skoðunum þínum ert það ÞÚ sjálfur eða er það eitthvað annað sem kemur utan frá. Ennig eru fleiri bækur þarna sem er hægt að lesa og vefsíður hérna er ein t.d.
http://spiritlibrary.com/cl/uriel-heals/2007/are-you-lost-in-the-world/
Við verðum að byrja að hætta hugsa rétt eða rangt og byrja að hugsa hvað virkar fyrir mig? Því við kannski sjáum ekki heildarmyndina og kannski er ástæða fyrir því að meðvitund hugars okkar er ekki eins víð og að við sjáum bara hvað er rétt og hvað er rangt og reynum að bjarga öðrum frá "víti" einhvers annars reynum heldur að sýna skilning og í raun þarf ekki að bjarga neinum heldur sýna fram aðrar leiðir (sem er kannski ekki rétta né ranga) sem komast hraðar á þeirri takmarki sem við viljum ná. Og til þess að við getum byrjað á því þurfum við að byrja á byrjunarpunktinum þara að segja okkur sjálfum.
Eins og Gandhi sagði til að breyta heiminum þarftu að breyta sjálfum þér...
Athugasemdir
" Your task is not to fit into the world but to create a new way of being for yourselves, even if you are the only one doing it."
Vilborg Eggertsdóttir, 24.4.2007 kl. 23:35
yndisleg lesning ! það eru margir þjóðvegir til Guðs, kristin, gyðinga, islam, hindua .......... og fl. það er essensen af kærleika í hverju hjarta sem blandast með essensen í Alheimskærleikanum, til alls Lífs, sem er Guð, eða hvað það er sem við veljum að kalla þetta Æðra. svona hugsa ég, eins og aðrir hugsa öðruvísi. sannleikurinn er nefnilega á svo mörgum plönum !
Ljós til þín !
Steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 5.5.2007 kl. 13:27
Takk fyrir það Steina :)
Lúðvík Bjarnason, 6.5.2007 kl. 15:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.