11.6.2007 | 11:57
Umhverfi mitt og Skip
Ég ætlaði alltaf að taka fyrir mínar uppáhaldsmyndir en hef ekkináð að skapa mér tíma fyrir það því þetta á að vera ítarleg umfjöllun. Ég hef ekki bloggað neitt heldur í langan tíma þar sem ég hef verið upptekinn í plat-lífinu að vinna og taka ámóti gesti frá usa sem gisti hérna í 10 daga. Það er alltaf gaman að upplifa landið sitt í gegnum augum annara maður fær svona nýja sýn af landinu og maður smitast á að vilja skoða landið sitt nánar. Ég ætla að reyna heimsækja Snefællssnesið í sumar og kannski að gista þar í eina nótt, ég hef alltaf fundist sá staður rosalega fallegur og einhvern veginn höfða til mín, þá er ég aðalega að tala um svæðið kringum jökulinn. Fólk talar oft um kraftinn frá jöklinum og ég er algjörlega á þvi að það er mikill kraftur sem kemur frá honum sérstaklega væri ég til fara og sjá þarna litla kaffihúsið sem er hjá Arnarstapa. Ég hef einu sinni verið við Snæfellsnesið á sjó og það var rosa fallegt í góðu veðri, við vorum á lúðuveiðar og fást oft mjög stórar lúður þarna. Einnig var svo gott veður einu sinni að við láum í sólbaði á efradekkinu og einn meira segja stakk sér til sunds reyndar í svona björgunaroutfitti. Sjórinn getur verið rosalega fallegur og sérstaklega þegar maður er við ströndina þá fara sólin, sjórinn og fjöllinn í listaham eins og þau væru nýútskrifuð frá listaháskólanum, þvílík fegurð þau geta spunnið saman. Ég hugsa hlýtt til þann tíma sem ég eyddi sumar á sjónum þar sem við sigldum að leit að lúðu, samdi einu sinni ljóð á þessum tíma ætla að deila því með ykkur.
Sællegi Sæfarinn andar djúpt
er skipið um hafið siglir
súrefnið góða og loftið svo ljúft
Dansar skipið Gyllir
Hugur Sæfara hefst á loft
er heimahagan hann sér
Heimilið sem hann sér svo oft
en saknar þegar hann fer
Athugasemdir
hæ aftur, snæfellsned finnst mér líka frábært, var einu sinni að vinna eina viku á hótelinu. vann fyrir fæði og uppihaldi fyrir mig og son minn. það var dásamlegt.
ljós til þín og það er gott að sjá þig aftur
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 11.6.2007 kl. 20:37
-- !
Vilborg Eggertsdóttir, 13.6.2007 kl. 00:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.