24.6.2007 | 15:47
Kvikmyndaumfjöllun part 1
Jæja nú er komið af því að ég ætla að fara skrifa um kvikmyndir og þá aðallega kvikmyndir sem hafa haft áhrif á mig og lifa í minningunni því ekkert jafnast við mynd sem maður sér og þegar maður stendur upp þá fer gæsahúð um líkama manns eins og myndin hafi verið jarðskjálfti sem hristi tilfinningar manns. Ég vona að einhverjir eigi eftir að hafa gaman af þessum lista og umfjöllun um þessar myndir og jafnvel fari og horfi á þær.
Fyrsta myndin sem ég ætla að tala um er Forrest Gump þetta er mynd sem allir þekkja og flestir hafa séð en ég hef aldrei verið eins hughrifin af mynd og þegar ég sá þessa, ég held ég hafi verið svona um 13 - 14 ára þegar ég sá hana og ég varð svona extreme fan þar sem ég gerði lítið annað en að vitna í þessa mynd. Myndin sýnir okkur að maður þarf ekki að vera gáfaður eða rosalega klókur til að komast langt í lífinu því stundum er nóg bara að hafa hjartað á réttum stað, Forrest Gump var þannig, hann var einfaldur en samt svo margbrotinn persóna ég held að maður á erfitt með að ekki gráta og játa ég það það féllu nokkur tár við þessa mynd því hún sló mann á stað sem maður vissi ekki væri til. Á þessum tíma var Forrest Gump að slást við Pulp Fiction sem margir vinir mínir voru miklir aðdáendur en sú mynd snart mig ekki eins og Forrest Gamli Gump.
What Dreams May Come
What Dreams May Come þetta er ein af svona perlum sem margir hafa gleymt, þessa mynd sá ég á spólu minnir mig og þarna í fyrsta skipti kom mynd sem sýndi okkur möguleika hvernig himnaríki geti lítið út þar sem þú ræður nákvæmlega hvað gerist þegar þú deyrð og ef þú heldur að það verði allt slökkt eða þú heldur að þú verður brenndur í helvíti eða syngjandi með englum þá mun það gerast. Neale Donald Walsch er mjög hrifinn af þessari mynd þar sem hann deilir sömu skoðunum um hvað gerist þegar þú deyrð, ég er á því að þetta sé einnig svona og að ekkert sé eitt ákveðið heldur fer það algjörlega eftir persónunni ef þið lesið Home With God þá fer Neale mjög náið um hvað gerist þegar við deyjum.
K-Pax
Maður er svolítið fljótur að gleyma myndum og ég er örugglega búinn að gleyma nokkrum af þeim myndum sem ég væri til að fjalla um, ein vinkona mín minnti mig á eina mynd sem ég var búinn að gleyma því miður, það er myndin K-Pax þetta er ein af þessum perlum sem er falin undir botn endalausa-markaðs-hollywood-vitleysu-myndum-sjónum hún fjallar um mann sem er sagður vera geðveikur því hann telur sig vera frá annari plánetu þetta er ein af þessum myndum sem hafa mjög góðan endir og maður verður algjör gæsahúð eftir hana.
Eternal Sunshine of the Spotless Mind
Það er rosalega gaman stundum að fara á mynd sem maður hefur aldrei heyrt um eða lesið um og maður býst ekki við neinu, ég og vinur minn ákvöðum að fara í bíó að sjá mynd sem heitir Eternal Sunshine of the Spotless Mind hún virkilega fangaði mig allan, hún var svolítið furðuleg fyrst og maður var ekki alveg viss hvað var í gangi fyrst en svo eins og einfald það var þá var hún bara rómantísk gamanmynd sem fjallar um venjulegt fólk sem ákveður að fara virkilega furðulega leið til að gleyma hvort öðru. En þessa mynd keypti ég svo á DVD (og ég kaupi sjaldan myndir á DVD) og hef horft oft á hana og alltaf sé ég hana í öðru ljósi. Ég held líka að ég sjái mig líka í persónunni sem Jim Carrey leikur af einhverjum ástæðum og það er ein ástæðan fyrir því að ég horfi á þessa mynd aftur og aftur.
Le Fabuluex destin 'dAmélie Poulain
Og svo í framhaldi á því þá er önnur mynd sem ég kynntist á svipuðum tíma og hún heitir Le Fabuluex destin 'dAmélie Poulain eða The Fabulous Destiny of Amelie Poulin og þarna kynntist maður einni yndislegustu mynd sem maður hefur séð, það er bara allt svo yndislegt við hana, hvernig hún er klippt, tekin upp, leikstýrð, leikin, maður fer ekki nema vera með bros á andlitinu allan tímann og soundtrackið er örugglega eitt fallegsta soundtrak sem ég hef heyrt og þannig kynntist ég eiginlega myndinni því ég hafði heyrt Valsinn Hennar Amelie í píanó útgáfu og ég spurði vin minn hvaða lag þetta væri þá sagði hann mér að þetta var úr myndinni Amelie og þá varð ég að sjá þessa mynd og vá gæsahúða-rússíbaninn eins og ég sagði áðan .....yndisleg!
Ætla að segja þetta gott í bili, kem aftur með part tvö seinna...
Athugasemdir
takk fyrir þetta, ætla einmitt að sjá myndir í fríinu mínu. ég hef það eins og þú með forrest gump, alveg dásamleg mynd. um helgina ætla ég að sjá Le Fabuluex destin 'dAmélie ég er með hana í lani. hinar verð ég líka að skoða.
Ljós til þín og þinna
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 26.6.2007 kl. 09:06
Jahér, við erum með einstaklega svipaðan smekk á bíómyndum! Amélie, Forrest Gump og What Dreams May Come eru svona einar af mínum algjörlega uppáhalds! Enda er ég búin að fjárfesta í þeim öllum Mæli eindregið með mynd sem heitir City Of Angels með Meg Ryan og Nicolas Kidman, hún er fegurðin ein!
Brynja Huld (IP-tala skráð) 4.7.2007 kl. 21:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.