Kvikmyndaumfjöllun part 2

Ég ætla að halda áfram að tala um myndir sem hafa haft rosalega mikil áhrif á mig þetta eru myndir sem lifa í fortíðinni og sem mér finnst alltaf gaman að rifja upp aftur. Einnig er tónlistin í þessum myndum alveg ógleymanleg og spilar stórt hlutverk ef ekki stærsta í þessum myndum þannig ég mæli einnig með að þið hlustið vel á tónlistina í þessum myndum en hérna kemur part 2.

 Little Miss Sunshine

Little Miss Sunshine

Kvikmynda árið 2007 byrjaði rosalega vel og með einni mynd sem kemur skemmtilega á óvart, ég man eftir að hafa heyrt getið um hljómsveitina DeVotchka hjá vini þar sem hann bendi mér á eitt lag sem virkilega tekur mann á flug þegar ég fór að skoða þessa hljómsveit þá tók ég eftir að þeir voru að semja tónlistina fyrir mynd sem heitir Little Miss Sunshine. Ég varð að sjá þessa mynd eftir það og gerði það síðan með að fara á Græna Ljós sýningu þar sem maður fékk að njóta myndarinar án þess að verða fyrir truflunum eins og útdauða hlé sem er bara að eyðileggja fyrir manni myndir. Ég mæli með því að þið skoðið heimasíðu Græna Ljósins þar sem þau eru með margar áhugaverðar myndir og skrái ykkur í klúbbinn. Allavega þá ætla ég ekki mikið að tala um plottið í þessari mynd heldur upplifunina sem er bæði gefandi og uppörvandi. Myndin er hálfgerð spéspegill á okkar líf sem gefur okkur skemmtilega mynd um þessi hversdagsleg líf manns.

 

Pan's Labyrinth

 Pan's Labyrinth

Enn hélt árið að gefa manni geimsteina og óvænta glaðninga, þetta ár ætlaði sko að lofa góðu. Vinur minn hringdi í mig og spurði mig hvort ég væri til að fara með honum á mynd sem hét Pan's Labyrinth ég hafði ekki hugmynd um  hvaða mynd hann var að tala um svo ég var ekki alveg viss en því ég er soddan ævintýramaður þá sló ég bara til og skellti mér með honum á þessa mynd. Og ég sé sko allsekki eftir að hafa gert það því aðra eins tilfinningarússibana hef ég ekki farið með einni mynd þar sem allar tilfinningar manns spretta upp og maður situr bókstaflega eftir orðlaus eða það gerði ég allavega, ég fæ gæsahúð við að skrifa um þetta meira segja. Þessi mynd er skyldueign og ætla ég að sýna barnabörnunum mínum þessa mynd þegar þau eru komin á aldur ;) aftur ætla ég ekki að skrifa mikið um þessa mynd því ég vil að þið kannið það sjálf og einnig að þið fáið að upplifa svipað og ég gerði. Tónlistin í þessari mynd er einnig kronísk gæsahúð.

 

Das Leben des Anderen

 

daslebenderanderenÞað voru tvær myndir sem voru að berjast um óskarinn sem besta erlenda myndin (ég verð að segja að þær hefðu átt að vera sem bestu myndirnar frekar) það var Pan's Labyrinth og Lives of Other þar sem ég hafði bara séð Pan's þá hélt ég náttúrulega með henni enda frábær mynd en það kom til að sú seinni vann óskarinn og skildi ég nú ekki alveg hvað var hér á seyði þar sem einhver þýsk mynd sigraði, hérna var eitthvað að þannig ég varð að sjá þessa mynd sem sló Pan's út svo ég settist niður í háskólabíó (hvar annars staðar?) síðan byrjaði myndin að rúlla. Þessi mynd er eins og skjaldbakan sem sigraði hérann því hún byrjar hægt en vinnur á og þessi mynd er hér með stimpluð sem MUST SEE. Þetta er mynd sem engin má láta framhjá sér fara, þótt ég vildi sjá Pan's Labyrinth vinna óskarinn þá átti þessi mynd það svo aldeilis skilið því það er allt næstum því fullkomið í þessari mynd.

   

The Fountain

 

the_fountainMynd sem ég ætla að fjalla um næst er eftir leikstjórann sem gerði PI og Requiem for a Dream, það var aftur einn vinur sem benti mér á þessa mynd og er þessi færsla tileinkuð honum ;)

Þetta er mynd sem var aldrei sýnt hérna á Íslandi sem mér finnst ótrúlega sorglegt og jafnvel sýnir hve kvikmyndahúsin vilja ekki taka áhættu og sýna myndir sem fólk annaðhvort líkar rosalega við eða virkilega hatar hana því það er ekki á milli. Nei með krafti internetsins komst ég í tæri við þessa mynd og eftir að hafa lesið um hana þar sem fólk annaðhvort lofaði henni eða þoldi ekki gat ég ekki annað verið spenntur að sjá hvernig mér myndi líka myndina. Ég var svolítið lengi að átta mig á henni og hún ruglaði mig aðeins en svo fór ég að skilja og sjá hvað var verið að segja manni(þetta er mynd sem þú verður að sjá tvisvar ef ekki meir) og hvert skipti sem maður horfir á hana þá upplifir maður eitthvað nýtt ef ég myndi lýsa þessari mynd við eitthvað þá myndi ég líkja hana við tónlist SigurRósar þar sem hún fer hægt og rólega afstað og svo er endirinn einskonar climax sem SigurRós eru duglegir að gera við sín lög. Tónlistin í þessari mynd er svo heillandi og falleg og gæsahúðagefandi einnig má ekki gleyma að hrósa grafíkinni í þessari mynd sem er dásamleg og gaman að horfa á. Þessa mynd verðurðu bara sjá og upplifa því hún gefur þér eitthvað tilbaka.

 

Mæli einnig með þessum myndum....

 

Man on the Moon, Gandhi, The Truman Show, The Hurricane, Ray, Walk the Line, Marry Poppins og fullt af öðrum myndum sem ég er að gleyma J


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

þetta hljómar vel, ætla með þennan lista næst þegar ég fer á videoleiguna.

Ljós til þín kæri Lúðvík !

Steina

Smá svindl á sumarfríinu !!

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 5.7.2007 kl. 07:46

2 Smámynd: Lúðvík Bjarnason

Mér líst vel á það! Það er í lagi að svindla aðeeeeins ;)

Lúðvík Bjarnason, 5.7.2007 kl. 08:43

3 identicon

Þú skrifar um Pan's Labyrinth eins og mér líður um þá mynd. Þessi mynd er með þeim betri sem ég hef séð. Tears ans shivers! Var að horfa á hana aftur í gær, varð bara betri. Fountain verð ég að sjá aftur

The Big Lebowski 4life ! must see.

Einar (IP-tala skráð) 11.7.2007 kl. 13:34

4 Smámynd: Lúðvík Bjarnason

Já Einar Big Lebowski mætti vera á þessum lista enda rosalega góð mynd maður á stundum til að gleyma :P

Lúðvík Bjarnason, 11.7.2007 kl. 14:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband