How do I manifest what I desire?

Ætla að vera aðeins emo núna þar sem ég er að fara í eitthva ákveðið phase þar sem mér finnst allt vera frekar tómlegt og það er varla að ég nenni að segja neitt eða gera eitthvað, ég bara sit og horfi á sjónvarpið eftir að ég kem úr vinnunni og svo þegar ég fer að sofa þá koma allar þessar hugsanir sem ég var að reyna forðast þegar ég horfði á sjónvarpið. Mér finnst ég vera byrja að einangra mig og að breytast í einhvern sérvitring en ég er að sjá breytingar núna þar sem ég er að fara út í 19 daga til að fá smá breytingu á umhverfi og fólki. Ég hef pælt í því mikið núna nýlega hvort ég sé að gera það sem ég á að gera eða hvort ég hafi villst á einhverri braut en síðan koma allar þessar hugsanir og allt það sem ég hef lesið að ég er akkurat þar sem ég á að vera og þetta sé partur af einhverju sem gerist seinna. En ég er svo aldeilis að finna breytingar t.d. hef ég æft körfubolta í nokkurn tíma og hef alltaf fundist það skemmtilegt en nú finn á fyrir því að ég hafi ekki mikinn áhuga á þessu lengur og áhuginn hefur dalað með hverjum deginum. Mig langar ekki að láta svona hluti stjórna mér heldur vil ég losna við það að þurfa að gera þetta að þurfa gera hitt, ég er líka hættur að sjá að sigurvegarar og þeir sem tapa eru ekki til og þannig séð er ég hættur að taka svona hluti alvarlega. Ég sé þetta náttúrulega sem leikur sem við dettum í en fyrir suma heltekur þessi leikur man og stjórnar þér alveg nú ætla ég að hætta láta það stjórna mér og taka völdin og er það partur að vera "stjórnlaus" og vera í staðinn sem er lítið skref en vonandi.

Svo las ég þessa spurningu sem er hérna í titlinum.... og ég fór að hugsa hvort þetta átti við mig... er ég það sem ég þrái? Ég held ekki því það er svo margt sem mig langar að vera og manifesta. T.d. langar mig að kynnast fólki sem hugsar svipað og ég og langar að vera meir í sambandi við fólk sem er á svipuðu tíðni og ég en til þess þarf ég að búa það til sem mig langar að uppifa og gera eitthvað sjálfur til að búa það til því ef maður breytir ekki sjálfum sér þá getum maður ekki breytt það sem er í kringum sig. 

Stundum vill maður komast einhvert annarstaðar þar sem eru haldnar ákveðnar ráðstefnur eða study groups og fá að upplifa hálfgert Oneness með öðrum slíkt er ekki að finna hérna ekki það sem ég er að leita að og þá verður maður að byrja hjá sjálfum sér og þannig virkar þetta ég þarf bara að fara fá frumkvæðavítamín á morgnana ;)

Allavega ef einhver hérna hefur áhuga að stunda svona  Study Group (veit ekki um gott íslenskt orð um þetta) í anda CWG það er hægt að lesa um það hérna

http://www.cwg.org/main.php?p=Connect&sub=Study

 má sá eða sú hafa samband við mig í e-maili ludvik@gmail.com

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: E.R Gunnlaugs

ég held að ég verði núna að verða mér úti um bókina conversations with god!

Held að guðs hlutinn í heitinu hefur haldið mér frá því, en ég finn það bara að ég er tilbúin að opna hugan aðeins og vinna í mér, skilst að lestur hjálpi vel til þar :)

hvert ætlar þú að fara eftir köben??

knús

E.R Gunnlaugs, 25.7.2007 kl. 23:31

2 identicon

að fara í gegnum tóm er held ég mannlegt eðli sem fær mann til að taka sig á og breyta um stefnu ef maður var komin pínu af leið frá sjálfinu, það er samt heldég gegg ervitt að breyta leiðinni ef maður er búin að vera of lengi í sama fari en allt er hægt ef viljier fyrir hendi :) er eiginlega að segja sjálfri  mér þetta. Nú ert þú komin á netrúntinn minn takk takk:)  

hoffy (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 23:46

3 Smámynd: Lúðvík Bjarnason

Takk fyrir það Eva mín(ég er nokkuð viss að þetta sért þú)! Ég er að fara til Grikklands eftir Köben og já ég mæli endreigið að þú lesir bækurnar því þær eiga eftir að hella þig upp úr skónum ;)

Hoffý takk fyrir hlý orð og já þetta er erfitt og hálfger endurfæðing eins og maður fer í gegnum í svettinu ;) ég sendi ekkert nema ást til litlu fjölskyldu þinnar!

Lúðvík Bjarnason, 25.7.2007 kl. 23:59

4 identicon

Sæll minn kæri. Ég held að það séu margir sem geta fundið sig í þessari lýsingu þinni. Það veit hamingjan að ég þekki þetta sjálfur og vil sem minnst af þessu vita. Þetta er vont ástand og gefur af sér þróttleysi, vonleysi og jafnvel trúleysi.

En við rífum okkur upp á skottinu með aðgerðum og samtölum við góða fólkið okkar. ÉG má til að benda þér á doldið amerískan hlut, og aðrir mega endilega kynna sér þetta því þetta nýtist mörgum afar vel, en ég vara ykkur við þetta er doldil fóðrun: http://www.simpleology.com

Þetta snýst um sömu lykilatriði og við komum niður á aftur og aftur (s.s. í The Secret og öllu því) en setur þetta upp í tæknilegt form. Mjög praktískt.

Gangi okkur öllum vel að finna okkar leið að draumum okkur og þrám. Manifestum desírurnar okkar, krakkar mínir, við eigum það skilið.

I am your father (IP-tala skráð) 26.7.2007 kl. 00:59

5 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

Kærasti Lúðvík, ég elska heiðarlegar og opnar færslur !!!

ég hef eins og svo margir aðrir staðið í svona stöðu, og geri það reindar alltaf af og til ! en allur dauði er leið til endurfæðingu !

ég hef í nokkur ár unnið með ólíkum grúppum, en hef verið með til að stofna tvær sem eru mjög aktífar. og er með öðrum að stofna aðra fyrir ungt fólk sem hugsar á þessum nótunum (var m.a. á fundi í gærkveldi) við studerum saman og það sem við studerum m.a er H. P. Blavatsky, Alice A. Bailey og Lucille Cederkrans . en sá sem er í uppáhaldi hjá mér er Geoffrey Hodson !

besta meðalið hjá mér þegar ég fer svona niður er að hugleiða lengur og oftar en ég er vön (hugleiði 2 svar dag venjulega) og reyni meðvitað að vera í sambandi við sálina. það sem ég geri að ég fokusera meðvitað upp í ennið og í huganum ímynda mér að ég sjái sálina yfir höfðinu mínu !

Ég er sálin

Ég er Guðdómlegt Ljós

Ég er Kærleikurinn

Ég er Viljinn

Ég er fullkomin eins og ég er, eins og sálin hefur skapað mig í þessu lífi

Vonandi gengur allt vel hjá þér kæri bloggvinur, og ef ég get eitthvað gert þá er bara að hafa samband ! en ég veit að þú kemst áfram áfram, áfram......

Alheimsljós til þín

Steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 26.7.2007 kl. 07:48

6 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

vil aðeins bæta við að að mínu mati er studiogruppa alveg frábær hugmynd og vonandi færðu fólk með þér ! það hlýtur að vera fullt af fólki á íslandi í sömu pælingum !

Ljós og friður til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 26.7.2007 kl. 07:51

7 Smámynd: Lúðvík Bjarnason

Takk fyrir þennan link Kristján mjög áhugaverður! Ætla að skoða hann betur.

Takk Steinunn fyrir þessa hugleiðslupunkta og ég ætla að muna þá og fara gera meira af því að hugleiða. Einnig vona ég að maður eigi eftir að fá einhverja í liðs með sér og koma manifestinu af því sem maður desire.

Vona að ég eigi eftir að hitta einhverja sem væri tilbúin(n) að taka þátt í þessu með mér :)

Lúðvík Bjarnason, 26.7.2007 kl. 12:15

8 Smámynd: E.R Gunnlaugs

jújú, þetta er ég.. :)

Njóttu lífsins úti!

Ég ætla að fara lesa bækur núna, er alveg að sjá að það er komin tími til að pæla aðeins og framkvæma í þessu lífi :)

E.R Gunnlaugs, 26.7.2007 kl. 14:23

9 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ég fór og hitti Neale Donald Walsh í apríl....höfund CWG. Hann er einmitt á ferð um heiminn að stofna svona ONENESS grúppur. Skráði mig en hef ekki enn fengið neitt svar þannig. En það er rosalega margt og mikið að gerast núna og einmitt þessi tilfinning um hvað skiptir í raun máli er að falla hratt í mannanna hjörtu.  Umbreytingin á vitund mannsin er hafin..og það eru alls ekki allir að ná að vera í takt við hana. Ljós og blessun til þín og gangi þér vel á þinni leið.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 28.7.2007 kl. 01:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband