Uppsögn og Matur!

Ég hef oft talað um breytingar í bloggum mínum og einmitt nú eru breytingar á mínu lífi, ég er að skipta um vinnu eftir að hafa unnið á fyrrum stað í 4 ár. Þegar málin voru gengin í gegn þá kom smáveigis efi í hugann í hugann á mér hvort ég væri í raun að gera rétta hlutinn og hvort ég væri að koma mér í eitthverja vitleysu. En ég hugsaði síðan hversu léttir það er að losna frá gamla starfinu sem ég var búinn að fá leið af, svo þá leið mér betur, ég er að komast í annað umhverfi með öðru fólki. Ég er að losna við þessa stóra fyrirtækjahugsun og fara í miklu minna fyrirtæki, ég held að mesti pirringurinn sem ég var oftast með í fyrra starfi hverfi nú alveg og maður geti haft auðveldlega áhrif á rekstur fyrirtækisins sem ég er að fara til.
Sumarið er að koma og þrátt fyrir smá apríl kulda þá finnur maður að það sé á leiðinni, sólin hækkandi á loft og auðveldara að vakna á morgnana. Þegar maður vaknar og fer í vinnuna þá getur maður ekki verið annað en þakklátur fyrir hvað maður hefur og alla möguleikana sem er í bóði, þrátt fyrir að fólk reynir að mála allt svart fyrir manni þú getur ekki horft á fréttirnar nema að það komi eitthvað neikvætt um þjóðfélagið okkar og allt sé á niðurleið en það sem það fólk veit ekki alveg er að það hefur áhrif sjálft á þessu og gerir ekkert annað en að hella olíu á eldinn því það nær að fá annað fókl til að halda að í rauninni sé allt á leiðinni niður við verðum að koma okkur úr þessum hugsunum því þannig verða hlutirnir slæmir.

Matarverð er að hækka svo um munar í heiminum og fátækt fólk hefur varla fyrir hrísgrjónum eða brauði, hér eru tvær greinar sem ég mæli með að þið lesið.

    New York Times - Across Globe, Empty Bellies Bring Rising Anger - April 18th 2008
http://www.nytimes.com/2008/04/18/world/americas/18food.html?ref=todayspaper 

    The Economist - The Silent Tsunami - April 19th 2008
http://www.economist.com/opinion/displaystory.cfm?story_id=11050146

Eftir það endilega farið á þessa síðu.

   www.FoodForEveryone.net

Ég bið ykkur vel að lifa og muna hve gott við höfum það í okkar heimi þrátt fyrir að fólk reynir að tala það niður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

til hamingju með þessa nýju ákvörðun. það er alltaf gott að byrja á einhverju nýju.

við höfum það gott, það er rétt.

Bless

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 1.5.2008 kl. 18:08

2 identicon

það er nauðsynlegt að breita til svo stöðnun verði ekki, með breytingum koma nýjar reynslur sem þroska einstaklinginn og byggir ofan á carismað, I love it, endilega leyfðu okkur að fylgjast með:)

knús og koss

Hoffy:) 

Hoffy (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 10:04

3 Smámynd: Lúðvík Bjarnason

Takk fyrir mig stelpur alltaf gott að fá comment! :)

Lúðvík Bjarnason, 4.5.2008 kl. 13:39

4 Smámynd: E.R Gunnlaugs

til lukku með breytingarnar, ótrúlegt hvað það getur stundum gert manni gott að skipta um starf :) vonandi vegnar þér vel á nýja staðnum (hef ekki trú á öðru ;))

En annars er það rétt hjá þér, við höfum það gott hérna miða við marga aðra. Það er alltaf hægt að gera betur, og vonandi fara allir bráðum að átta sig á því og fara að gera betur, saman ;)

E.R Gunnlaugs, 5.5.2008 kl. 14:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband