Mitt Ego að stríða mér....

Ég held ég geti ekki skrifað niður nema að ég sé að hlusta á eitthvað ákveðið, þegar ég er að hlust á ákveðna tónlist þá fæ ég oft þörf til að skrifa niður, ég er rosalega gagnrýninn á sjálfan mig og ég veit ekki hve oft ég hef skrifað niður hér og ætla síðan að setja það inn en síðan þegar ég les það yfir þá finnst mér það ekki nógu gott og ekki vera skila neinu til lesandans að ég eyði því út. Ég er minn mesti gagnrýnandi og ég á oft til með að rakka mig niður og sérstaklega þegar ég geri eitthvað að mér þá fer ég að kalla sjálfan mig öllu íllu nöfnum. Þegar ég hugsa tilbaka þá er þetta bara að gera íllt verra og sé ég það þegar ég er orðinn rólegur og yfirvegaður. Ég er að losna úr vinnu sem er að gera mig brjálaðan bókstaflega og get ég ekki annað en verið ánægður með það, þá tekur við nokkuð langt frí þangað til ég byrja í minni nýju vinnu. En þótt ég sé að hætta þá er nú ýmislegt í gömlu vinnunni sem ég á eftir að sakna en það er bara partur af þessu. Ég er hef verið rosalega lítið andlegur undanfarið, ég er hef ekki lesið eins mikið og ég hef gert hérna áður og ég hef ekki hugsað um þetta eins mikið og ég gerði, það er eins og maður sé að sofna aftur og fara aftur í sama haminn og flest allir eru í þar sem þetta er allt rútína hver einasti dagur. Maður á ýmislegt óupplifað og ýmislegt sem ég vill gera, mig langar til dæmis flytja út og búa annarsstaðar aftur og vonandi það gerist maður bara setur stefnuna á það sem maður vill það þýðir ekkert annað. En já ég ætla ekki að hafa þetta langt... fæ alltaf svona bakþanka að það sem ég er að skrifa sé bara algjört rugl.....

Þarf að fara hljóða niður í þessu ego í mér :P

 

kv


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

það er einmitt sem ég upplifi, ef ég er ekki í tengingu við hið æðra breytist skapið og maður verður einhvernveginn með fleyri reiðitilfinningar og persónuleikinn ræður stjórninni meira en gott er.

velkomin aftur, og lát vera með að banka þig í höfðið skrifa það sem kemur og það er rétt á þeim tíma.

knús inn í kvöldið

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 22.5.2008 kl. 17:21

2 Smámynd: Lúðvík Bjarnason

Takk fyrir það :)

Lúðvík Bjarnason, 23.5.2008 kl. 10:39

3 identicon

30. maí - Þeir sem eignast marga vini eiga meiri möguleika á að vaxa og þroskast; sem slíkir gera þeir þjóðfélagið að betri stað og lifa hamingjusömu, fullnægjandi lífi. Í öllum aðstæðum eru mannleg sambönd- samskipti og persónuleg áhrif- lífsnauðsynleg. Við verðum að koma af stað og rækta vináttu og samskipti við margt fólk, bæði innan [okkar innsta hrings] og í þjóðfélaginu sem heild. Líf okkar mun verða opnara og ríkara til jafns við framlag okkar. - Daisaku Ikeda

Englandsdrottning (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 12:17

4 identicon

Það hefur bæst við einn í þinn lesendahóp :)

Sverrir Ingi (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 13:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband