Bókarsumar!

Innst inni það sem sólin nær aldrei að skína, lengst niðri vita fáir hvað sé að gerast
Nema nokkrir fiskar...

Ritstíflan að bresta? Mig hefuralltaf langað að blogga eitthvað en hef aldrei gefið mér tíma að sitjast niður og skrifa. Mig langaði að skrifa um þær bækur sem ég hef verið að lesa í sumarfríinu og það alltaf skemmtilegt að fá að komast í góðar bækur.

Ég fór til Barcelona og í fríhöfninni rakst ég á bók eftir einn uppáhaldshöfundinn minn (sem reyndar er bara nýlega orðinn minn uppáhalds, ég nefnilega uppgvötaði hann þegar ég var að fara til Grikklands frá Danmörku og flugið seinnkaði svo mikið að ég keypti mér bók í fríhöfninn og hún hét "Blind Willow Sleeping Woman" eftir Haruki Murakami reyndar er þetta smásögusafn sem gerir hana ennþá betri) Bókin heitir "Eftir Skjalftann" eða "After the Quake" á ensku, bókin er smásögusafn svipuð og hin bókin sem ég las í fyrra en allar sögur hafa það sameignlegt að jarðskjálftinn í Kobe kemur alltaf við sögu. Sögur hans eru alltaf svo skemmtilegar hvernig hann nær að gera venjulegt fólk að skemmtilegum karekturum það er hans sterka hlið að búa til persónur og sterkar sögur og eftir hverju sögu þá þarf maður alltaf að stoppa og hugsa aftur, ég veit ekki hvort þetta sé fyrir fólk sem vill bara lesa spennusögur og vilja fá einhvern endir því þannig eru þessar sögur ekki, þú ert bara skilinn eftir í loftinu. Einnig nær hann að gera rosalega spennandi sögur og dramatískar að maður fær hroll eða jafnvel tár í augun.


Bókin er ekki löng þannig maður er mjög fljótur að lesa hana svo ég var ennþá í Barcelona og vantaði aðra bók til að lesa ég fékk bókina "Englar og Djöflar" eftir Dan Brown lánaða sem er þessi týpíska spennubók en samt hún fær þig til að hugsa um vísindi og trú og stríðið sem þessar andstæður eða samstæður heyja. Hún er líka rosalega spennandi og þú vilt ekki setja hana niður þar sem hún tekur þig í rússibanaferð. En ef þú hefur lesið Da Vinci Kóðann þá er hún ekki ósvipuð uppbyggð og hún þannig þú veist nokkurn veginn að það verða óvæntir atburðir og alltaf einhver óvæntur óvinur. ;)

Eftir að hafa klárað hana og enn í fríi í Barcelona (var í tvær vikur) þá hafði ég keypt mér aðra bók í fríhöfninni á Íslandi og það var bókin "The Fifth Mountain" eftir Paulo Coelho. Ég hef lesið nokkrar bækur eftir hann eftir að hafa lesið The Alchemist og verið svona í ást haturssambandi við hann þar sem hann hefur gert ótrúlegar góðar bækur og svo skemmtilegar sögur en síðan einnig hef ég gefist upp á sumum bókum hans. Þessi bók er skrifuð svipuð leyti og Alkemistinn og er ekki ósvipuð þannig séð. Hún fjallar um spámanninn Elijah og ferð hans til Zarephath þetta er saga sem er til í Bíblíunni, Paulo tekur söguna og býr til hugarheim Elijah þar sem hann berst við sitt innrastríð eftir mörg áföll þá þarf hann að taka margar mikilvægar ákvarðanir. Bókin hefur ákveðin boðskap og ég mæli með að þið lesið hana til að finna þennan boðskap. 

Síðasta bókinn sem ég ætla að fjalla um er bók sem ég fékk í jólagjöf frá vini mínum, ég hafði ekki komast í hana en þar sem var í sumarfríi ennþá og kominn frá Barcelona þá ákvað ég að slá til og lesa hana, hún heitir The Raw Shark Texts eftir Steven Hall, við fyrstu lesningu er hún frekar erfið og ég var hálfpartinn að fara gefast upp á henni fannst hún vera bara eitthvað rugl en ákvað að gefa henni sjéns og ég sé ekki eftir því því þetta er örugglega ein sú besta bók sem ég hef lesið! Þegar þú ert kominn afstað þá fer bókin að vera æsispennandi og þú hverfur inn í heim sem er furðulegur en áhugaverður og síðan þegar bókin er á sínum hápunkti þá viltu ekki sleppa henni því ég upplifði eitthvað rosalegt við að lesa þessa bók og rokkaði upp tilfinningaskalann því þessi bók mun hafa áhrif á þig. Ég ætla ekki að fara út í hvað hún er því það er tilgangslaust þið verðið bara að lesa hana og ekki gefast upp strax gefið henni sjéns og þá mun hún umbuna ykkur þvílíkt ég efast um að þið viljið horfa á bíómynd eftir hana ;) nei ég segi svona. 

Ég ætla að ljúka þessu skrifum mínum um bækurnar sem ég er búinn að vera lesa. 

Endilega komið með athugasemdir ef þið hafið einhverjar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

takk fyrir þetta.

ég er nú stór aðdáandi Paulo Coelho, á flestar bækurnar hans. ég hef líka lesið engla og djöfla og fannst hún æsispennandi. ætla að kíka á hinar sem þú mælir með.

gaman að þú ert komin aftur !

kærleikur til þín !

p.s. barcelona er líka alveg frábær ég hef verið þar nokkrum sinnum og fæ ekki nóg.... 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 19.7.2008 kl. 16:32

2 Smámynd: Lúðvík Bjarnason

Takk fyrir mig Steinunn :) Barcelona var æðisleg! Endilega athugaðu þessar bækur!

Hafðu það gott!

Lúðvík Bjarnason, 19.7.2008 kl. 17:15

3 Smámynd: E.R Gunnlaugs

æ hvað það er alltaf gaman að sjá að þú sért búin að skrifa eitthvað hingað inn :)

mér þykir ferlega vænt um alkemistan, reyni kannski við tækifæri að verða mér úti um fifth mountain.. og kíkja í hana þegar tími leyfir.

annars hef ég ekki lesið bók í langan tíma núna, er samt búin að safna að mér ágætis fjalli. Heitast er "hvað á ég að gefa barninu mínu að borða" hehe

svo get ég mæli með in the wild er búin með smá af henni og bíð spennt eftir að detta í lestragírin og klára hana...

jæja, hafðu það gott lúlli minn :)

E.R Gunnlaugs, 20.7.2008 kl. 16:04

4 Smámynd: Lúðvík Bjarnason

Takk fyrir að setja inn athugasemd inn á bloggið mitt Eva! Takk fyrir ábendinguna á þessari bók, ég skal hafa hana i huga þegar ég er að leita að næstu lesefni það er alveg rosalega gaman að lesa góðar bækur :)

Lúðvík Bjarnason, 21.7.2008 kl. 08:23

5 identicon

skemmtilegur pistill hjá þér :)

Haruki Murakami er líka í uppáhaldi hjá mér og hef ég lesið nokkrar bækur hans svo sem dance, dance, dance. Ég finn svo mikla nánd með karakterunum hans þeir verða svo lifandi. Núna er ég að lesa bókina Life of pi, eftir Yann Martel. Það er frábært hvernig hann setur upp söguþráðinn, hoppar frá einu tímabili yfir í annað og svo til baka svo maður verður að lesa áram til að vita hvað gerðist næst þessi bók er konfekt.

Það er besta hvíldin frá amstri dagsins að lesa góða bók og gleyma sér aðeins í annari veröld

hoffy (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 02:46

6 Smámynd: Lúðvík Bjarnason

Ég verð að fara lesa bókina Life of Pi set það í listann hjá mér! Takk fyrir þetta Hoffý! :)

Lúðvík Bjarnason, 23.7.2008 kl. 08:31

7 identicon

Saell Lúlli og takk fyrir sídast. Norwegian Wood eftir Haruki er líka mjog gód. Ég myndi baeta henni á listann. Svo ef thú vilt lesa eitthvad virkilega krassandi og sérstakt aettiru ad lesa eitthvad eftir Michel Houllebec

Thordur (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 15:02

8 Smámynd: Lúðvík Bjarnason

Takk sömuleiðis Doddi og takk fyrir ábendingarnar ég skal hafa þetta í huga!

kveðja

Lúðvík Bjarnason, 1.8.2008 kl. 09:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband