19.4.2009 | 19:51
Hvað get ég gert?
Ég held að það sé kominn tími á að almennavitundin fari að vakna á þessum mikilvægum tímum í sögu Íslands, nú er tíminn að benda á sökudólga liðinn og tími sátta kominn. Ég held að Íslendingar ættu að hætta að leika fórnarlömb því það eru engin sökudólgar og það er engin fórnarlömb, þessi tími er svo mikilvægur til að byrja endurskoða sjálfan sig og byrja á sjálfum sér. Horfa í spegil og spyrja: Hver er ÉG? Og hvað get ég gert? Í staðinn fyrir að vorkenna okkur sjálfum og að leita að einhverjum til að bjarga hlutum fyrir okkur þá skulum við spurja okkur sjálf hvað við getum gert fyrir okkur sjálfa og aðra í kringum okkur.
Pólitíkusar eru ekki þeir sem geta bjargað okkur frá þeim vanda sem við teljum okkur vera í heldur er það við sjálf, við eigum ekki að vera andlaus her og gefa þeim allt það vald til að ætlast þeir munu "bjarga" okkur. Kerfið er úrelt og virkar ekki það hljótum við að sjá en þetta er hausverkurinn sem við fáum þegar við höldum áfram að búa þennan heim til, við lifum í einhversskonar Darwisma heimi þar sem þeir hæfustu lifa af. Og til að breyta því þarf að koma almenn meðvitund á því sem þjónar okkur sjálf og ég veit að þetta er allt að koma en þetta gerist hægt og þetta eru alls ekki auðveldar breytingar þvi við erum að breyta úr ákveðnum hefðum sem hefur verið lengi. Að fólk vill taka þátt nú meir en venjulega í pólitík og er að koma með góðar hugmyndir varðandi um rafrænar kosningar og að fólk hafi meiri möguleika að koma sínum málum að framfæri.
Ég neita hér með að benda á pólítíkusa og spyrja þá hvernig þeir ætla að "redda" okkur út úr vandamálinu og að þetta sé þeirra vandamál til að leysa en ekki okkar. Heldur er þetta okkar sameinlegt vandamál/möguleikar sem við ættum að taka á saman því ef við gerum þetta saman þá er það miklu auðveldara. Ég neita að láta aðra sjá um mín örlög það vald ætla ég ekki að gefa frá mér ég sjálfur ætla að vera minn örlagavaldur! Ég ætla ekki að kvarta undan öllum vandamálum sem er að herja því öllum vandamálum fylgja möguleikar!
Ég afneita allan sandkassaleik pólitískaflokka og sirkus sem fylgir þeim, ef þeim langar að vera í leik þá ættu þau að fara að gera eitthvað annað. Við höfum rosalegt vald en við höfum bara ekki áttað okkur á okkar eigið ágæti, við höldum að við séum svo valdalaus en við getum ekkert gert en það er ekki satt við höfum séð hvernig fólk ná að berja á pottum til að fella ríkisstjórnina. Þetta er líka hægt til að koma ákveðnum breytingum á okkar eigið kerfi sem er ekki að þjóna okkur sem heila heild.
Kerfið er ekki að virka fólk það hljótum við að sjá það er nokkurn veginn sama hvar við skoðum það, mennta, félagsleg, heilbrigðismál.
En hvað get ég gert? Ég get reynt að fræða fólki að það hefur valdið og það hefur val og ekki nóg með það það hefur von!
Það er ekkert vonlaust!
Athugasemdir
Heyr! Heyr!
Flott hjá þér Lúlli!
Nú segjum við skilið við aldannna forritun!
~ power to the people ~
Vilborg Eggertsdóttir, 27.4.2009 kl. 11:39
Power to the people amen ;)
Lúðvík Bjarnason, 28.4.2009 kl. 13:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.