Færsluflokkur: Bloggar
8.1.2011 | 15:57
Samfélagsnet pása
Ekki misskilja mig ég dýrka tækni og er sjálfur að læra tölvunarfræði og er rosalega mikill áhugamaður varðandi þessa hluti en fyrir e-n eins og mig þá á ég auðvelt með að bara hella mér ínn í þetta og bara gleyma mér. T.d. stóð ég mig að því að vera svona hálfgjör samfélagsnetfíkill (þá aðalega á facebook, hef aldrei komist inn í þetta twitter samfélag) ég loggaði inn spenntur að sjá eitthver skilaboð eða bara eitthvað rautt þarna vinstra horninu ennþá spennandi að fá vinaboð. Ef það væri ekkert þá fannst ég bara vera hálf einmanna og fannst engin sýna mér athygli þetta verð ég að segja sé ekki alveg lagi þegar facebook er að verða bein afleiðing hvernig mér líður þá fór ég aðeins í spegillinn og sagði við sjálfan mig: "Nei þetta gengur ekki! Nú ferðu í pásu og þegar þú hugsar eitthvað um facebook hvað þig langar að fara þangað inn þá skaltu frekar lesa eða skrifa e-ð."
Þannig þetta verður áhugavert prófraun og sjá hversu lengi ég get haldið mig frá þessu.
Einnig er þetta leið til að kynnast mér, því í raun er þetta líka flótti til að vera einn með sér eins og sjónvarp osfrv. við viljum stundum gleyma því að við þurftum að geta átt allavega 10 - 30 mín með sjálfum okkur(hugleiðsla) hitt er einnig að hægt að nota til að koma áfram ákveðinn boðskap til að ná til flestra og þar finnst mér facebook vera góður vettvangur þannig þetta er alls ekki slæmt og það er hægt að gera margt gott þarna alveg jafnt slæmt en fólk bara haldi öllu til hófs það er nefnilega gott að slökkva á öllu og einbeita á sjálfum sér í smá stund.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.10.2010 | 12:42
Sambönd
Sambönd er eitt það mikilvægasta í okkar lífi, maðurinn er rosalega flókið fyrirbæri því hann á alls konnar tegundur af samböndum, önnur dýr hafa bara oftast eitt samband og það er samband móður og afkvæmis.
Sambönd flokkast oftast eftir því hvernig ást við höfum fyrir aðra, við erum með fjölskylduást, vinaást og rómantískriást. Stundum virðist þetta flækjast fyrir okkar og vinaást verður að rómantískriást og rómantískriást verður að vinaást og þá breytist allt.
Fyrir mér er hin eina og sanna ást sú sem er elskuð án skilyrða, eins og móðir til barns, móðirinn myndi ekki fara frá barninu ef það gerir einhver mistök það væri bara ekki til í hennar heimi. Ef við pælum í þessu, móðirin er til þess að elska og veita barninu það besta uppeldi og hún getur veitt það er alveg sama hvað myndi gerast hún myndi alltaf elska barnið.
Ok, hvað myndi gerast ef við myndum elska hvort annað svona?
Hvenær breytumst við úr því að vera saklaust barn sem allir horfa á og dást yfir í að vera bara einhver...
Hafi þið ekki verið í barnaafmæli þar sem fólk bara situr og horfir á börnin og brosir það varla talar saman eina sem það gerir er að dást að börnunum og reynir að hjálpa því ef það er í vanda eða veitir því athygli þegar það vill fá það.
Hvenær var ást svona flókin? Hefur Hollywood brenglað fyrir okkur ástinni? Ég hef alveg tekið þátt í þessu og horft á myndir og ímyndað mér að þetta gæti verið ég, sá sem væri að hitta hina einu sönnu missa hana kannski í smá tíma en ná henni alltaf tilbaka með að hlaupa eftir henni á flugvelli.
Ást er ekki flokið fyrirbæri en við viljum gera hana að því til að halda ákveðnu drama í okkar lífi, við viljum taka þátt í leikjum sem verða í kringum "ást" og eins og allt annað í lífinu viljum við vinna hina eða réttara sagt ekki lenda í hópnum þar sem fólk er ekki í sambandi(losers, eða þeir sem tapa alltaf öðrum).
Afhverju ætli það sé að við afmörkum okkur eftir hvort maður sé karlmaður eða kvenmaður, þeir sem spinna best í kringum leikinn semja bestu strategíurnar fyrir hvort liðið og karlliðið þarf að spila svona og kvennliði þarf að verjast svona. Er þetta sem við viljum? Er engin(n) orðin þreyttur á þessu? Jú reyndar það er til það fólk sem nennir ekki að vera í þessu og þannig fólk er að birtast æ oftar og segja:
"Hættið þessum leikjum, verið þið sjálf og eins einlæg og þið getið!"
En þá heyrist í leikurum, "Shííit nei þá er ég bara nakinn með tilfinningar mínar fyrir framan einhvern ókunnan, síðan er fínt að hafa nokkur spil í hendi þannig ég get kannski dregið einhvern aðeins lengur meðan ég kannski kanna annan!"
Ég er ekki að segja að einhver ætti að segja: "Ég elska þig" á fyrsta stefnumóti (Hollywood er búið að eyðileggja þetta orð og gefa því ákveðnu þýðingu sem þýðir ég vil giftast þér og eignast með þér 10 börn), þá er samt hægt að koma því til skila að þú hafir þótt gaman að eiga samskipti saman og að viljir endurtaka leikinn. (Ekki þetta hringja eftir 3 daga!!)
Einnig ætti maður að vera eins einlægur og segja að þetta er ekki að virka og við erum greinilega ekki á sömu blaðsíðu.
Ég hef orðið vitna á því þegar tvær manneskjur sem þóttu gaman að hvoru öðru og voru að hittast, hættu að hittast eftir misskilning þar sem bæðu bara biðu eftir að annað þeirra átti að hafa samband, þar sem hinn hafði kannski sent sms síðast og hinn hafði hringt fyrir tveimur dögum síðar og þá er komið af hinu að hafa samband..... ég verð ruglaður!
En þá kem ég að spurningunni sem ég spurði áðan, hvað myndi gerast ef við myndum elska hvort annað skilyrðislaust? Ég tel mig halda að það sé til verur sem gera þetta og hvort þær séu hérna á jörðinni eða annars staðar veit ég ekki en það er kannski eitthvað sem maðurinn mun aldrei geta gert, þar sem hann er svo stutt kominn í andlegum þroska. Við höfum náð miklum árangri í vísundum og tæknin er að verða skuggaleg en samt erum við komin svo stutt í andlegum þroska... ok þetta er efni í aðra færslu þara segja vísindin vs andleg þroskun.
Ef þú ert í sambandi og þér finnst bara þæginlegt vera í því og í rauninni ertu bara í sambandi en ekki að upplifa það þá verðuru að gera eitthvað, þetta er ekki að virka fyrir þig, talaðu við þann sem þú ert með áður en það verður um seinan!
Ást og friður með ykkur öllum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.4.2009 | 19:51
Hvað get ég gert?
Ég held að það sé kominn tími á að almennavitundin fari að vakna á þessum mikilvægum tímum í sögu Íslands, nú er tíminn að benda á sökudólga liðinn og tími sátta kominn. Ég held að Íslendingar ættu að hætta að leika fórnarlömb því það eru engin sökudólgar og það er engin fórnarlömb, þessi tími er svo mikilvægur til að byrja endurskoða sjálfan sig og byrja á sjálfum sér. Horfa í spegil og spyrja: Hver er ÉG? Og hvað get ég gert? Í staðinn fyrir að vorkenna okkur sjálfum og að leita að einhverjum til að bjarga hlutum fyrir okkur þá skulum við spurja okkur sjálf hvað við getum gert fyrir okkur sjálfa og aðra í kringum okkur.
Pólitíkusar eru ekki þeir sem geta bjargað okkur frá þeim vanda sem við teljum okkur vera í heldur er það við sjálf, við eigum ekki að vera andlaus her og gefa þeim allt það vald til að ætlast þeir munu "bjarga" okkur. Kerfið er úrelt og virkar ekki það hljótum við að sjá en þetta er hausverkurinn sem við fáum þegar við höldum áfram að búa þennan heim til, við lifum í einhversskonar Darwisma heimi þar sem þeir hæfustu lifa af. Og til að breyta því þarf að koma almenn meðvitund á því sem þjónar okkur sjálf og ég veit að þetta er allt að koma en þetta gerist hægt og þetta eru alls ekki auðveldar breytingar þvi við erum að breyta úr ákveðnum hefðum sem hefur verið lengi. Að fólk vill taka þátt nú meir en venjulega í pólitík og er að koma með góðar hugmyndir varðandi um rafrænar kosningar og að fólk hafi meiri möguleika að koma sínum málum að framfæri.
Ég neita hér með að benda á pólítíkusa og spyrja þá hvernig þeir ætla að "redda" okkur út úr vandamálinu og að þetta sé þeirra vandamál til að leysa en ekki okkar. Heldur er þetta okkar sameinlegt vandamál/möguleikar sem við ættum að taka á saman því ef við gerum þetta saman þá er það miklu auðveldara. Ég neita að láta aðra sjá um mín örlög það vald ætla ég ekki að gefa frá mér ég sjálfur ætla að vera minn örlagavaldur! Ég ætla ekki að kvarta undan öllum vandamálum sem er að herja því öllum vandamálum fylgja möguleikar!
Ég afneita allan sandkassaleik pólitískaflokka og sirkus sem fylgir þeim, ef þeim langar að vera í leik þá ættu þau að fara að gera eitthvað annað. Við höfum rosalegt vald en við höfum bara ekki áttað okkur á okkar eigið ágæti, við höldum að við séum svo valdalaus en við getum ekkert gert en það er ekki satt við höfum séð hvernig fólk ná að berja á pottum til að fella ríkisstjórnina. Þetta er líka hægt til að koma ákveðnum breytingum á okkar eigið kerfi sem er ekki að þjóna okkur sem heila heild.
Kerfið er ekki að virka fólk það hljótum við að sjá það er nokkurn veginn sama hvar við skoðum það, mennta, félagsleg, heilbrigðismál.
En hvað get ég gert? Ég get reynt að fræða fólki að það hefur valdið og það hefur val og ekki nóg með það það hefur von!
Það er ekkert vonlaust!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.12.2008 | 09:08
Tími breytinga
Mig langaði að pósta hérna inn bréf frá Neale Donald Walsch þetta er eitthvað sem við ættum að hafa í huga.
My dear friends...
Thanksgiving has passed, but the time for Gratitude has not. As I mentioned here last week, gratitude is the most powerful force in the universe. It is the single most effective means of using the Power of Personal Creation (what some have called the Law of Attraction). Therefore, move into gratitude at the slightest opportunity and certainly at the slightest provocation. By slightest "provocation," I mean any person, event, or circumstance that might ordinarily provoke you into some kind of negative reaction. At such moments, I invite you to use a technique that I have developed in my own life, which I have come to call the Reaction Reversal Response (RRR). This is a short process (it takes no longer than a-thought-and-a-second-thought) in which I look at the first reaction that comes up for me, then replace it with the magic of appreciation.
I had not understood much about this particular energy when I was a young man or even, for that matter, when I reached middle age. Now that I'm officially a "senior" I have come to a...well, a deep appreciation of appreciation.
Let me tell you about this word. One of the key (and most often missed) meanings of the word "appreciate" is "to enlarge, increase, or expand." The word is used in this sense when it is said that, for instance, a property has "appreciated in value." So when you appreciate something, you expand it. You enlarge it. You increase it. This is also true (and this is what is not widely known) when you use "to appreciate" to mean "to show gratitude."
When you show gratitude you appreciate that to which you show it. That is, you make larger, or expand, or increase, that for which you are grateful. Now, when applied to the Reaction Reversal Response process, this truth reveals itself in the following way: We look into a situation that feels negative to us and peer deeply to find the value of that situation. Then we say a word of gratitude about it and we have instantly increased the value that we found there.
I have found that very often the value doubles.
Anyway, try it. The moment anything brings up a negative (or what would typically be a negative) reaction, simply turn that reaction around. Move into gratitude as soon as can. Watch yourself immediately turn calm. Peace will pour into your mind like a magic elixir. Your entire body will lose its tenseness, as if it had been massaged with a soothing balm.
The great thing about this is that you don't have to figure out why you are grateful. The fact is, you may now know why, as a practical matter. It may look as if there is nothing going on right now for which to be grateful -- much less anything you want to increase. Never mind. Be grateful anyway. I promise you that nothing happens in the universe that is not value-driven.
The universe is a finely tuned mechanism, always producing a single effect: value. Life values life, and therefore produces value through the process of Life Itself. The fact that we do not see the value of some things right away does not mean that there isn't any. It merely means that we do not possess sufficient insight to see it. We suffer from a "perspective deficiency." We are not looking at things in the "right way."
Of course, by "right way" I mean from a place that allows us to see all that is happening and all that it means. Often, we see only part of what is happening, and not the whole picture. At other times, we may see all that is happening, but not understand all that it means. It can take time for us to gain such a perspective.
Masters are those who adopt such a perspective long before events "on the ground" prove the perspective to be accurate.
What this opens up to is the True Energy behind gratitude. You may think it is faith, but it more than faith. It is Knowing. I often tell the participants in my workshops: You can hope that something is going to happen, you can have faith that something is going to happen, and you can know that something is going to happen.
"Knowing" is the highest level of awareness. It is the most expansive consciousness. It is the most powerful element of the Process of Personal Creation. It is what changes everything.
I am right now developing an entire approach to life (together with a book that describes it and a one-day workshop that applies it) based on this truth. The book and the workshop are both called: When Everything Changes, Change Everything.
Are things changing in your life right now -- important things? Or do you know of someone who is struggling to cope right now with shifting realities in their personal life?
I don't know about you, but I am observing people everywhere going through great changes changes in their work life, changes in their financial life, changes in their relationship and romantic life, changes in their family life, changes in their social life, and changes in their spiritual life.
If any of these changes are affecting you right now, and you have sent a call out to the universe for some help, for some answers, for some comfort and clarity, you'll be glad that you read this...
The Pace of Change has increased dramatically all over our planet. I know of very few people who have not been affected by this in some way. Every day I am getting emails and calls from people asking about how to apply the messages of Conversations with God in this situation.
When Everything Changes, Change Everything will be presented for the first time December 7 from 9 a.m. to 9 p.m. in Medford, Oregon. If you're facing major changes in your life right now and would like to join us for this new helping program, simply call Will at 352-442-2244.
It's the first program of its kind that I've ever done in Southern Oregon, and should be easy to reach for anyone living in the western states particularly. Just a short plane ride, or even a nice drive up from California or down from Washington or over from Nevada, etc.
There's no reason to hang out in uncertainty or apprehension or fear about the future. Come and learn how to use change as the greatest thing that has ever happened to you, and how to embrace loss as not loss at all, but gain.
My wonderful Em puts it this way: We've been sent here to love....to love everyone and every experience and every moment and everything we lay our eyes on and every aspect of life that we experience. It's not always easy for us to do that. Unless it is.
We make assessments and judgments and build up thoughts in our mind and create a whole inner reality that may or may not be justified by exterior events. We jump to conclusions and go into convulsions about the littlest things. We fall off the wagon of our own belief in the basic goodness of life. We forget the fundamental laws of the universe not the least of which is the Presence of Cycles. (See Happier Than God, Chapters 9 and 15). This eternal cycle of process/expression/experience is Divinity Itself. It is God, godding. All things respond to this presence. All things exist in cycles. All things have their being within this system-and there is nothing outside of this system.
My mother used to put this whole thing into wonderful perspective when things were not going well. "Even this," she would say, "shall pass." Yes, Mom, you were right. There's no use getting upset about what's going on right now. What's going on is what's going on, and it will be going on until it isn't anymore. And no amount of worrying is going to change that. No amount of fussing and fretting and fuming is going to affect it one bit. So, in the wisdom of the Beatles...let it be.
Neale.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.7.2008 | 14:59
Bókarsumar!
Innst inni það sem sólin nær aldrei að skína, lengst niðri vita fáir hvað sé að gerast
Nema nokkrir fiskar...
Ritstíflan að bresta? Mig hefuralltaf langað að blogga eitthvað en hef aldrei gefið mér tíma að sitjast niður og skrifa. Mig langaði að skrifa um þær bækur sem ég hef verið að lesa í sumarfríinu og það alltaf skemmtilegt að fá að komast í góðar bækur.
Ég fór til Barcelona og í fríhöfninni rakst ég á bók eftir einn uppáhaldshöfundinn minn (sem reyndar er bara nýlega orðinn minn uppáhalds, ég nefnilega uppgvötaði hann þegar ég var að fara til Grikklands frá Danmörku og flugið seinnkaði svo mikið að ég keypti mér bók í fríhöfninn og hún hét "Blind Willow Sleeping Woman" eftir Haruki Murakami reyndar er þetta smásögusafn sem gerir hana ennþá betri) Bókin heitir "Eftir Skjalftann" eða "After the Quake" á ensku, bókin er smásögusafn svipuð og hin bókin sem ég las í fyrra en allar sögur hafa það sameignlegt að jarðskjálftinn í Kobe kemur alltaf við sögu. Sögur hans eru alltaf svo skemmtilegar hvernig hann nær að gera venjulegt fólk að skemmtilegum karekturum það er hans sterka hlið að búa til persónur og sterkar sögur og eftir hverju sögu þá þarf maður alltaf að stoppa og hugsa aftur, ég veit ekki hvort þetta sé fyrir fólk sem vill bara lesa spennusögur og vilja fá einhvern endir því þannig eru þessar sögur ekki, þú ert bara skilinn eftir í loftinu. Einnig nær hann að gera rosalega spennandi sögur og dramatískar að maður fær hroll eða jafnvel tár í augun.
Bókin er ekki löng þannig maður er mjög fljótur að lesa hana svo ég var ennþá í Barcelona og vantaði aðra bók til að lesa ég fékk bókina "Englar og Djöflar" eftir Dan Brown lánaða sem er þessi týpíska spennubók en samt hún fær þig til að hugsa um vísindi og trú og stríðið sem þessar andstæður eða samstæður heyja. Hún er líka rosalega spennandi og þú vilt ekki setja hana niður þar sem hún tekur þig í rússibanaferð. En ef þú hefur lesið Da Vinci Kóðann þá er hún ekki ósvipuð uppbyggð og hún þannig þú veist nokkurn veginn að það verða óvæntir atburðir og alltaf einhver óvæntur óvinur. ;)
Eftir að hafa klárað hana og enn í fríi í Barcelona (var í tvær vikur) þá hafði ég keypt mér aðra bók í fríhöfninni á Íslandi og það var bókin "The Fifth Mountain" eftir Paulo Coelho. Ég hef lesið nokkrar bækur eftir hann eftir að hafa lesið The Alchemist og verið svona í ást haturssambandi við hann þar sem hann hefur gert ótrúlegar góðar bækur og svo skemmtilegar sögur en síðan einnig hef ég gefist upp á sumum bókum hans. Þessi bók er skrifuð svipuð leyti og Alkemistinn og er ekki ósvipuð þannig séð. Hún fjallar um spámanninn Elijah og ferð hans til Zarephath þetta er saga sem er til í Bíblíunni, Paulo tekur söguna og býr til hugarheim Elijah þar sem hann berst við sitt innrastríð eftir mörg áföll þá þarf hann að taka margar mikilvægar ákvarðanir. Bókin hefur ákveðin boðskap og ég mæli með að þið lesið hana til að finna þennan boðskap.
Síðasta bókinn sem ég ætla að fjalla um er bók sem ég fékk í jólagjöf frá vini mínum, ég hafði ekki komast í hana en þar sem var í sumarfríi ennþá og kominn frá Barcelona þá ákvað ég að slá til og lesa hana, hún heitir The Raw Shark Texts eftir Steven Hall, við fyrstu lesningu er hún frekar erfið og ég var hálfpartinn að fara gefast upp á henni fannst hún vera bara eitthvað rugl en ákvað að gefa henni sjéns og ég sé ekki eftir því því þetta er örugglega ein sú besta bók sem ég hef lesið! Þegar þú ert kominn afstað þá fer bókin að vera æsispennandi og þú hverfur inn í heim sem er furðulegur en áhugaverður og síðan þegar bókin er á sínum hápunkti þá viltu ekki sleppa henni því ég upplifði eitthvað rosalegt við að lesa þessa bók og rokkaði upp tilfinningaskalann því þessi bók mun hafa áhrif á þig. Ég ætla ekki að fara út í hvað hún er því það er tilgangslaust þið verðið bara að lesa hana og ekki gefast upp strax gefið henni sjéns og þá mun hún umbuna ykkur þvílíkt ég efast um að þið viljið horfa á bíómynd eftir hana ;) nei ég segi svona.
Ég ætla að ljúka þessu skrifum mínum um bækurnar sem ég er búinn að vera lesa.
Endilega komið með athugasemdir ef þið hafið einhverjar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
21.5.2008 | 11:20
Mitt Ego að stríða mér....
Ég held ég geti ekki skrifað niður nema að ég sé að hlusta á eitthvað ákveðið, þegar ég er að hlust á ákveðna tónlist þá fæ ég oft þörf til að skrifa niður, ég er rosalega gagnrýninn á sjálfan mig og ég veit ekki hve oft ég hef skrifað niður hér og ætla síðan að setja það inn en síðan þegar ég les það yfir þá finnst mér það ekki nógu gott og ekki vera skila neinu til lesandans að ég eyði því út. Ég er minn mesti gagnrýnandi og ég á oft til með að rakka mig niður og sérstaklega þegar ég geri eitthvað að mér þá fer ég að kalla sjálfan mig öllu íllu nöfnum. Þegar ég hugsa tilbaka þá er þetta bara að gera íllt verra og sé ég það þegar ég er orðinn rólegur og yfirvegaður. Ég er að losna úr vinnu sem er að gera mig brjálaðan bókstaflega og get ég ekki annað en verið ánægður með það, þá tekur við nokkuð langt frí þangað til ég byrja í minni nýju vinnu. En þótt ég sé að hætta þá er nú ýmislegt í gömlu vinnunni sem ég á eftir að sakna en það er bara partur af þessu. Ég er hef verið rosalega lítið andlegur undanfarið, ég er hef ekki lesið eins mikið og ég hef gert hérna áður og ég hef ekki hugsað um þetta eins mikið og ég gerði, það er eins og maður sé að sofna aftur og fara aftur í sama haminn og flest allir eru í þar sem þetta er allt rútína hver einasti dagur. Maður á ýmislegt óupplifað og ýmislegt sem ég vill gera, mig langar til dæmis flytja út og búa annarsstaðar aftur og vonandi það gerist maður bara setur stefnuna á það sem maður vill það þýðir ekkert annað. En já ég ætla ekki að hafa þetta langt... fæ alltaf svona bakþanka að það sem ég er að skrifa sé bara algjört rugl.....
Þarf að fara hljóða niður í þessu ego í mér :P
kv
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.4.2008 | 09:06
Uppsögn og Matur!
Ég hef oft talað um breytingar í bloggum mínum og einmitt nú eru breytingar á mínu lífi, ég er að skipta um vinnu eftir að hafa unnið á fyrrum stað í 4 ár. Þegar málin voru gengin í gegn þá kom smáveigis efi í hugann í hugann á mér hvort ég væri í raun að gera rétta hlutinn og hvort ég væri að koma mér í eitthverja vitleysu. En ég hugsaði síðan hversu léttir það er að losna frá gamla starfinu sem ég var búinn að fá leið af, svo þá leið mér betur, ég er að komast í annað umhverfi með öðru fólki. Ég er að losna við þessa stóra fyrirtækjahugsun og fara í miklu minna fyrirtæki, ég held að mesti pirringurinn sem ég var oftast með í fyrra starfi hverfi nú alveg og maður geti haft auðveldlega áhrif á rekstur fyrirtækisins sem ég er að fara til.
Sumarið er að koma og þrátt fyrir smá apríl kulda þá finnur maður að það sé á leiðinni, sólin hækkandi á loft og auðveldara að vakna á morgnana. Þegar maður vaknar og fer í vinnuna þá getur maður ekki verið annað en þakklátur fyrir hvað maður hefur og alla möguleikana sem er í bóði, þrátt fyrir að fólk reynir að mála allt svart fyrir manni þú getur ekki horft á fréttirnar nema að það komi eitthvað neikvætt um þjóðfélagið okkar og allt sé á niðurleið en það sem það fólk veit ekki alveg er að það hefur áhrif sjálft á þessu og gerir ekkert annað en að hella olíu á eldinn því það nær að fá annað fókl til að halda að í rauninni sé allt á leiðinni niður við verðum að koma okkur úr þessum hugsunum því þannig verða hlutirnir slæmir.
Matarverð er að hækka svo um munar í heiminum og fátækt fólk hefur varla fyrir hrísgrjónum eða brauði, hér eru tvær greinar sem ég mæli með að þið lesið.
New York Times - Across Globe, Empty Bellies Bring Rising Anger - April 18th 2008
http://www.nytimes.com/2008/04/18/world/americas/18food.html?ref=todayspaper
The Economist - The Silent Tsunami - April 19th 2008
http://www.economist.com/opinion/displaystory.cfm?story_id=11050146
Eftir það endilega farið á þessa síðu.
Ég bið ykkur vel að lifa og muna hve gott við höfum það í okkar heimi þrátt fyrir að fólk reynir að tala það niður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.4.2008 | 13:04
Tónlist hrífur
Setti inn tónlist hérna vinstra meginn á síðunni minni, þetta er tónlist sem ég hef rekist á á þessari skemmtilegri síðu sem heitir RadioBlogClub.com, ég notaði einu sinni Pandora.com áður fyrr sem var alveg yndisleg síða fyrir að uppgvöta nýja tónlist en síðan var henni lokuð fyrir fólki sem var ekki í usa vegna óskiljanlegum lögum. Lög um Lög, ótrúlegt hvernig við getum flækt allt sem er hægt er að flækja en svona erum við víst, ef þið skiljið mig en svo hef ég verið að nota þessa síðu Radioblogclub og svo eru fleiri til en kannski ekki allar jafn góðar og Pandora. Þetta er tónlist sem fær manni til að hugsa og skrifa þannig ef þú ert að blogga þá hefur þetta skemmtileg áhrif á mann. Bið að heilsa ykkur í bili!
kv
Lúlli
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.4.2008 | 13:23
Tímamót og breytingar
Þegar vorið fer að koma þá lifnar eitthvað inní manni, þótt ég sé fæddur í vetramánuði þá finnst mér vorið alltaf besti tíminn, tími þegar breytingar fara afstað þegar ákveðið tímabil lýkur og annað hefst. Á þessum tímum þá fer fólk oftast að kveðjast eftir að hafa staðið veturinn saman inní húsi að gera sömu verkefnin saman... allt í einu kemur sólin og segir: "Jæja krakkar komin tími til að breyta til og upplifa aðra hluti, því nú er tíminn!" Sem lítill strákur var ég lengi að fatta afhverju það þurfti að breyta til stundum langaði mig bara halda í það sem var en svo þegar ég eldist þá blessa ég allar breytingar alveg sama í hvaða formi þær eru í.
Þegar grasið grænkar og sólinn málar himininn á kvöldin morgnana, stoppum við sjaldan við og íhugum þessa fegurð sem myndast fyrir framan okkur á hverjum degi. En fegurðin er ekki alltaf eins því hún breytist alltaf. Það ískrar í rólunni sem er jafnvel ljúfara en lóu söngurinn, börnin boða það sem koma skal. Við finnum það koma þótt að það kolni aðeins um kvöldin þetta er allt að koma.
Veturinn hefur gert sitt verk, hann hefur leitt löngun okkar til að upplifa sól og yl, við meigum ekki gleyma því þótt við bölvun honum og öllu svo fylgir honum.
Litla stelpan hleypur afstað nýkomin í fötin sín, hún fer um allar hæðir og fangar himininn, rólar eins hátt og hún kemst þangað til hún snertir stjörnurnar með höndunum, þær taka hana til sín og saman fara þau í snúsnú með halastjörnu. Þegar mamma kallar flytur hún niður og í faðmi móður sinnar. Á nóttinni leggst hún í rúmið og horfir á stjörnubjartahimininn hennir dreymir um endalaus engi sem hún svífur um þangað til hún kemur að fjallstindi þar sem hún lendir á, hún skoðar útsýnið og alla fjallstoppana sem virðast beygja sín til hennar og ávarpa hana sem Jarðarprinsessuna góðu hún þakkar þeim fyrir allt sem þeir hafa gert fyrir hana of fólkið hennar því næst flýgur hún afstað til að faðma tunglið, tunglið segir henni sögur um endalausan geim og þá heima sem þar búa. Hún vaknar síðan allt í einu þar sem mamma hennar strýkur henni um ennið. Komin tími til að vakna stelpa en Jarðarprinsessan veit samt allan tímann að hún var ekki sofandi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.3.2008 | 11:05
Hljóðið í myrkrinu
Í þögninni þegar allt er kyrrlátt
er tækifæri til sjá hvað er í raun að gerast
þegar engin sér,heyrir eða finnur
Líkami þinn verður dofinn
og þú heyrir hljóðið í myrkrinu
Hversu oft hefur maður verið í hóp þar sem fólk fer að tala um trúarmál eða bara mál sem maður hefur ákveðnar hugmyndir um og þau sem tala mest hafa svo sterka skoðanir sem eru algjörlega í skjöni við þínar. Ég hef lent nokkrum sinnum í þannig aðstæðum og oftast læt kinka ég bara kollinum og læt þau mata mig af einhverjum hugmyndum sem þjóna mér ekkert, þannig er ég að setja olíu á eldinn enn meira og samþykki þar með skoðanir þeirra. Ég hef ákveðið að hætta þessu og segja minn sannleika alveg sama hve útkoman verður.
Ég hef ekki mikið verið á blogginu hérna enda finnst mér sumt af þessu bloggi sem er hérna ekki rosalega aðlaðandi, þar sem fólk gerir ekkert annað en að búa til eitthverja neikvæðni setja sinn pirring til að gera aðra pirraða og hafa neikvæðna áhrif. Við verðum að fara átta okkur á hvernig við erum að hafa áhrif á aðra í kringum okkur og á hvaða hátt, þetta ættum við að kenna í skólum! Við ættum að kenna hversu mikinn mátt við höfum til að hafa áhrif á aðra í kringum okkur og hvernig við getum notað það til að búa til umhverfi sem þjónar öllum. Það er svo rosalega mikið sem við getum gert og byrjað að gera til að hafa áhrif á næstu kynslóð, en í staðinn þá kennum við þeim sömu gildin og sama sagan endurtekur sig.
Hérna er dæmi um fyrirlestur sem ætti kannski að vera í öllum skólum?
>
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)