Færsluflokkur: Bloggar

Kvikmyndaumfjöllun part 2

Ég ætla að halda áfram að tala um myndir sem hafa haft rosalega mikil áhrif á mig þetta eru myndir sem lifa í fortíðinni og sem mér finnst alltaf gaman að rifja upp aftur. Einnig er tónlistin í þessum myndum alveg ógleymanleg og spilar stórt hlutverk ef ekki stærsta í þessum myndum þannig ég mæli einnig með að þið hlustið vel á tónlistina í þessum myndum en hérna kemur part 2.

 Little Miss Sunshine

Little Miss Sunshine

Kvikmynda árið 2007 byrjaði rosalega vel og með einni mynd sem kemur skemmtilega á óvart, ég man eftir að hafa heyrt getið um hljómsveitina DeVotchka hjá vini þar sem hann bendi mér á eitt lag sem virkilega tekur mann á flug þegar ég fór að skoða þessa hljómsveit þá tók ég eftir að þeir voru að semja tónlistina fyrir mynd sem heitir Little Miss Sunshine. Ég varð að sjá þessa mynd eftir það og gerði það síðan með að fara á Græna Ljós sýningu þar sem maður fékk að njóta myndarinar án þess að verða fyrir truflunum eins og útdauða hlé sem er bara að eyðileggja fyrir manni myndir. Ég mæli með því að þið skoðið heimasíðu Græna Ljósins þar sem þau eru með margar áhugaverðar myndir og skrái ykkur í klúbbinn. Allavega þá ætla ég ekki mikið að tala um plottið í þessari mynd heldur upplifunina sem er bæði gefandi og uppörvandi. Myndin er hálfgerð spéspegill á okkar líf sem gefur okkur skemmtilega mynd um þessi hversdagsleg líf manns.

 

Pan's Labyrinth

 Pan's Labyrinth

Enn hélt árið að gefa manni geimsteina og óvænta glaðninga, þetta ár ætlaði sko að lofa góðu. Vinur minn hringdi í mig og spurði mig hvort ég væri til að fara með honum á mynd sem hét Pan's Labyrinth ég hafði ekki hugmynd um  hvaða mynd hann var að tala um svo ég var ekki alveg viss en því ég er soddan ævintýramaður þá sló ég bara til og skellti mér með honum á þessa mynd. Og ég sé sko allsekki eftir að hafa gert það því aðra eins tilfinningarússibana hef ég ekki farið með einni mynd þar sem allar tilfinningar manns spretta upp og maður situr bókstaflega eftir orðlaus eða það gerði ég allavega, ég fæ gæsahúð við að skrifa um þetta meira segja. Þessi mynd er skyldueign og ætla ég að sýna barnabörnunum mínum þessa mynd þegar þau eru komin á aldur ;) aftur ætla ég ekki að skrifa mikið um þessa mynd því ég vil að þið kannið það sjálf og einnig að þið fáið að upplifa svipað og ég gerði. Tónlistin í þessari mynd er einnig kronísk gæsahúð.

 

Das Leben des Anderen

 

daslebenderanderenÞað voru tvær myndir sem voru að berjast um óskarinn sem besta erlenda myndin (ég verð að segja að þær hefðu átt að vera sem bestu myndirnar frekar) það var Pan's Labyrinth og Lives of Other þar sem ég hafði bara séð Pan's þá hélt ég náttúrulega með henni enda frábær mynd en það kom til að sú seinni vann óskarinn og skildi ég nú ekki alveg hvað var hér á seyði þar sem einhver þýsk mynd sigraði, hérna var eitthvað að þannig ég varð að sjá þessa mynd sem sló Pan's út svo ég settist niður í háskólabíó (hvar annars staðar?) síðan byrjaði myndin að rúlla. Þessi mynd er eins og skjaldbakan sem sigraði hérann því hún byrjar hægt en vinnur á og þessi mynd er hér með stimpluð sem MUST SEE. Þetta er mynd sem engin má láta framhjá sér fara, þótt ég vildi sjá Pan's Labyrinth vinna óskarinn þá átti þessi mynd það svo aldeilis skilið því það er allt næstum því fullkomið í þessari mynd.

   

The Fountain

 

the_fountainMynd sem ég ætla að fjalla um næst er eftir leikstjórann sem gerði PI og Requiem for a Dream, það var aftur einn vinur sem benti mér á þessa mynd og er þessi færsla tileinkuð honum ;)

Þetta er mynd sem var aldrei sýnt hérna á Íslandi sem mér finnst ótrúlega sorglegt og jafnvel sýnir hve kvikmyndahúsin vilja ekki taka áhættu og sýna myndir sem fólk annaðhvort líkar rosalega við eða virkilega hatar hana því það er ekki á milli. Nei með krafti internetsins komst ég í tæri við þessa mynd og eftir að hafa lesið um hana þar sem fólk annaðhvort lofaði henni eða þoldi ekki gat ég ekki annað verið spenntur að sjá hvernig mér myndi líka myndina. Ég var svolítið lengi að átta mig á henni og hún ruglaði mig aðeins en svo fór ég að skilja og sjá hvað var verið að segja manni(þetta er mynd sem þú verður að sjá tvisvar ef ekki meir) og hvert skipti sem maður horfir á hana þá upplifir maður eitthvað nýtt ef ég myndi lýsa þessari mynd við eitthvað þá myndi ég líkja hana við tónlist SigurRósar þar sem hún fer hægt og rólega afstað og svo er endirinn einskonar climax sem SigurRós eru duglegir að gera við sín lög. Tónlistin í þessari mynd er svo heillandi og falleg og gæsahúðagefandi einnig má ekki gleyma að hrósa grafíkinni í þessari mynd sem er dásamleg og gaman að horfa á. Þessa mynd verðurðu bara sjá og upplifa því hún gefur þér eitthvað tilbaka.

 

Mæli einnig með þessum myndum....

 

Man on the Moon, Gandhi, The Truman Show, The Hurricane, Ray, Walk the Line, Marry Poppins og fullt af öðrum myndum sem ég er að gleyma J


Hættum þessu nöldri!

Ég er orðinn hyper núna verð ég að segja því klukkan er að verða 11 og ég er ekkert syfjaður þrátt fyrir að hafa ekki drukkið kaffi nú veit ég hvernig það er að vera svoldið aktífur því ég er mjög róleg manneskja yfirhöfuð stundum kannski of rólegur. Ég er að vakna snemma á morgnana til að fara í ræktina og koma mér í líkamlegt form ég veit ekki hvað ég er að gera fyrir mitt andlega form það má samt segja að ég meigi vera duglegri á því sviði en ég reyni að lesa til að fá andlega næringu. Ég verð að segja að sumt fólk hérna á moggabloggi gera ekkert annað en að hneykslast og blogga oftast bara um einhverjar fréttir þar sem það er alveg rosalega neikvætt ég segi bara er ekki nóg að hafa fréttir sem eru neikvæðar, þurfum við að krydda þetta svona? Og hvað ef þið eru ósátt með eitthvað? Hvað ætli þið að gera í því? Bara nöldra og svo halda áfram í ykkar rútínu lífi eða viljið þið breyta einhverju? Ef þið ætlið að gera eitthvað þá verðið þið að byrja hjá ykkur sjálfum og svo endurspegla, svo eru þessar fréttir bara á 2. víddar sviðinu þara segja þetta kemur bara á blað frá einni manneskju sem skrifar ekki HELMing af allri sögunni við verðum að fara sjá það að það er alltaf sögur á bakvið fólk sem kemur aldrei fram í svona 5 lína fréttum, ætlum við í raun að láta 5 til 6 línu fréttum að hafa áhrif okkur með því að endurvarpa neikvæðinni ennþá meira með nöldri og leiðindum? Ég verð að fá að pústa aaaaðeins....

Við skulum einbeita að okkur það sem við viljum gera og endurspegla það, við skulum koma með fleiri jákvæðar fréttir og með því breytum við umhverfinu okkar þetta vitum við öll, jákvæð gagnrýni er alltaf best við verðum að passa okkur að festa ekki vísiputtanum á enninu á fólki og festa honum á brjóstinu okkar og spurja okkur HVAÐ GET ÉG GERT? HVAÐ VIRKAR og HVAÐ VIRKAR EKKI? Ég á til að verða að dómara líka án þess að taka eftir því og stundum þegar ég verð þannig hugsa ég eftir á... Afhverju var ég að segja þetta? Hvað gefur mér rétt til að dæma fólk án þess að vita alla söguna? Hvað get ég gert til að vera jákvæðri?

Stoppum við áður en við rjúkum, hugsum aðeins um heildarmyndina en ekki það sem stendur á einu blaði eða vefsíðu, öndum hægt og rólega út og inn og verum meðvituð um hvað við erum að segja og ástæðunni fyrir því.

Áætlun mín er að vera jákvæður hvert skipti sem ég er neikvæður ég ætla að jafna það út og jafnvel reyna bæta við allri neikvæðni minni með meiri jákvæðini, ég ætla mér að vera rólegur áður en ég finn eitthvað í mér öskra og áður en ég brýst út í ofsareiði. Ég ætla mér ekki að dæma aðra þrátt fyrir að þeir gera eitthvað af sér og það stendur á blaði án þess að fá sögu þeirra, ég ætla ekki að dæma aðra eftir útliti og hvað þeir gera. Og fyrst og fremst ætla ég ekki að dæma SJÁLFAN MIG!

 Þetta er lítið skref og erfitt en það er hægt að mastera það með þolinmæði og sjálfsaga.

Hafið það gott og jákvætt :)


Kvikmyndaumfjöllun part 1

Jæja nú er komið af því að ég ætla að fara skrifa um kvikmyndir og þá aðallega kvikmyndir sem hafa haft áhrif á mig og lifa í minningunni því ekkert jafnast við mynd sem maður sér og þegar maður stendur upp þá fer gæsahúð um líkama manns eins og myndin hafi verið jarðskjálfti sem hristi tilfinningar manns. Ég vona að einhverjir eigi eftir að hafa gaman af þessum lista og umfjöllun um þessar myndir og jafnvel fari og horfi á þær.

Forrest Gump forrest gump

Fyrsta myndin sem ég ætla að tala um er Forrest Gump þetta er mynd sem allir þekkja og flestir hafa séð en ég hef aldrei verið eins hughrifin af mynd og þegar ég sá þessa, ég held ég hafi verið svona um 13 - 14 ára þegar ég sá hana og ég varð svona extreme fan þar sem ég gerði lítið annað en að vitna í þessa mynd. Myndin sýnir okkur að maður þarf ekki að vera gáfaður eða rosalega klókur til að komast langt í lífinu því stundum er nóg bara að hafa hjartað á réttum stað, Forrest Gump var þannig, hann var einfaldur en samt svo margbrotinn persóna ég held að maður á erfitt með að ekki gráta og játa ég það það féllu nokkur tár við þessa mynd því hún sló mann á stað sem maður vissi ekki væri til. Á þessum tíma var Forrest Gump að slást við Pulp Fiction sem margir vinir mínir voru miklir aðdáendur en sú mynd snart mig ekki eins og Forrest Gamli Gump.

 

 What Dreams May Come

A70-8121 What Dreams May Come þetta er ein af svona perlum sem margir hafa gleymt, þessa mynd sá ég á spólu minnir mig og þarna í fyrsta skipti kom mynd sem sýndi okkur möguleika hvernig himnaríki geti lítið út þar sem þú ræður nákvæmlega hvað gerist þegar þú deyrð og ef þú heldur að það verði allt slökkt eða þú heldur að þú verður brenndur í helvíti eða syngjandi með englum þá mun það gerast. Neale Donald Walsch er mjög hrifinn af þessari mynd þar sem hann deilir sömu skoðunum um hvað gerist þegar þú deyrð, ég er á því að þetta sé einnig svona og að ekkert sé eitt ákveðið heldur fer það algjörlega eftir persónunni ef þið lesið Home With God þá fer Neale mjög náið um hvað gerist þegar við deyjum.

 

 K-Pax

k-pax_p Maður er svolítið fljótur að gleyma myndum og ég er örugglega búinn að gleyma nokkrum af þeim myndum sem ég væri til að fjalla um, ein vinkona mín minnti mig á eina mynd sem ég var búinn að gleyma því miður, það er myndin K-Pax þetta er ein af þessum perlum sem er falin undir botn endalausa-markaðs-hollywood-vitleysu-myndum-sjónum hún fjallar um mann sem er sagður vera geðveikur því hann telur sig vera frá annari plánetu þetta er ein af þessum myndum sem hafa mjög góðan endir og maður verður algjör gæsahúð eftir hana.

 

 

Eternal Sunshine of the Spotless Mind

spotless2_Það er rosalega gaman stundum að fara á mynd sem maður hefur aldrei heyrt um eða lesið um og maður býst ekki við neinu, ég og vinur minn ákvöðum að fara í bíó að sjá mynd sem heitir Eternal Sunshine of the Spotless Mind hún virkilega fangaði mig allan, hún var svolítið furðuleg fyrst og maður var ekki alveg viss hvað var í gangi fyrst en svo eins og einfald það var þá var hún bara rómantísk gamanmynd sem fjallar um venjulegt fólk sem ákveður að fara virkilega furðulega leið til að gleyma hvort öðru. En þessa mynd keypti ég svo á DVD (og ég kaupi sjaldan myndir á DVD) og hef horft oft á hana og alltaf sé ég hana í öðru ljósi. Ég held líka að ég sjái mig líka í persónunni sem Jim Carrey leikur af einhverjum ástæðum og það er ein ástæðan fyrir því að ég horfi á þessa mynd aftur og aftur.

 

Le Fabuluex destin 'dAmélie Poulain

Amelie_1 Og svo í framhaldi á því þá er önnur mynd sem ég kynntist á svipuðum tíma og hún heitir Le Fabuluex destin 'dAmélie Poulain eða The Fabulous Destiny of Amelie Poulin og þarna kynntist maður einni yndislegustu mynd sem maður hefur séð, það er bara allt svo yndislegt við hana, hvernig hún er klippt, tekin upp, leikstýrð, leikin, maður fer ekki nema vera með bros á andlitinu allan tímann og soundtrackið er örugglega eitt fallegsta soundtrak sem ég hef heyrt og þannig kynntist ég eiginlega myndinni því ég hafði heyrt Valsinn Hennar Amelie í píanó útgáfu og ég spurði vin minn hvaða lag þetta væri þá sagði hann mér að þetta var úr myndinni Amelie og þá varð ég að sjá þessa mynd og vá gæsahúða-rússíbaninn eins og ég sagði áðan .....yndisleg!

 

 

 

Ætla að segja þetta gott í bili, kem aftur með part tvö seinna...


Umhverfi mitt og Skip

Ég ætlaði alltaf að taka fyrir mínar uppáhaldsmyndir en hef ekkináð að skapa mér tíma fyrir það því þetta á að vera ítarleg umfjöllun. Ég hef ekki bloggað neitt heldur í langan tíma þar sem ég hef verið upptekinn í plat-lífinu að vinna og taka ámóti gesti frá usa sem gisti hérna í 10 daga. Það er alltaf gaman að upplifa landið sitt í gegnum augum annara maður fær svona nýja sýn af landinu og maður smitast á að vilja skoða landið sitt nánar. Ég ætla að reyna heimsækja Snefællssnesið í sumar og kannski að gista þar í eina nótt, ég hef alltaf fundist sá staður rosalega fallegur og einhvern veginn höfða til mín, þá er ég aðalega að tala um svæðið kringum jökulinn. Fólk talar oft um kraftinn frá jöklinum og ég er algjörlega á þvi að það er mikill kraftur sem kemur frá honum sérstaklega væri ég til fara og sjá þarna litla kaffihúsið sem er hjá Arnarstapa. Ég hef einu sinni verið við Snæfellsnesið á sjó og það var rosa fallegt í góðu veðri, við vorum á lúðuveiðar og fást oft mjög stórar lúður þarna. Einnig var svo gott veður einu sinni að við láum í sólbaði á efradekkinu og einn meira segja stakk sér til sunds reyndar í svona björgunaroutfitti. Sjórinn getur verið rosalega fallegur og sérstaklega þegar maður er við ströndina þá fara sólin, sjórinn og fjöllinn í listaham eins og þau væru nýútskrifuð frá listaháskólanum, þvílík fegurð þau geta spunnið saman. Ég hugsa hlýtt til þann tíma sem ég eyddi sumar á sjónum þar sem við sigldum að leit að lúðu, samdi einu sinni ljóð á þessum tíma ætla að deila því með ykkur.

Sællegi Sæfarinn andar djúpt
er skipið um hafið siglir
súrefnið góða og loftið svo ljúft
Dansar skipið Gyllir

Hugur Sæfara hefst á loft
er heimahagan hann sér
Heimilið sem hann sér svo oft
en saknar þegar hann fer


Tónlist og Friður í Írak

Hérna er eitthvað sem ég rakst á, rosalega falleg tónlist eftir Phillip Daniel með fallegum boðskap þetta er góð andleg næring og snertir mann. 

phill_pic2

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Einnig er linkur hérna þar sem Rabbi Micheal Lerner talar um að koma friði í Írak hann er ritstjóri Tikkun blaðsins sem er partur af  Network Of Spiritual Progressive

 

Vona að ykkur eigi eftir að líka vel við þessa hlekki! 


Chernobyl Barna Verkefnið

Ég man eftir að hafa horft einu sinni á heimildarmynd á ríkisjónvarpinu og fjallaði það um börnin í Chernobyl svæðinu þar sem það er um meiri en heilmingslíkur að börn fæðast þar með galla. Ég gat ekkert annað en tárast yfir þessari heimildarmynd. Ég bið ykkur um að klikka á linkinn hérna og styrkja gott málefni það þarf ekki að vera mikið. 

 

  


Farðu á morgun og kjóstu vertu síðan þáttakandi en ekki áhorfandi!

 

Vá hvað ég á erfitt með að skrifa, það er eins og heilinn á mér er alveg tómur og það sem kemur út úr honum verður af einhverju rugli! En hvað með það ég var að pæla að skrifa um eitthvað sem er á döfinni því það er rosalega vinsælt meðan íslendinga, reyndar finnst mér skemmtilegra þegar fólk kemur með eitthvað sem er uppörvandi og hvetjandi frekar eitthvað sem er niðurdrepandi eða þara segja eitthvað sem er rosalega neikvætt jú þetta eru oftast eðlileg viðbrögð en stundum verðum maður að passa sig að sökkva ekki of mikið niður. Ég verð aðeins að tala um stjórnmál nú þegar fer að líða að kosningum þetta eru mál sem við eigum að taka alvarlega og taka fullan þátt persónulega er ég ekki sáttur við kerfið sem við notum til kosningar en það er lítið hægt að gera í því eins og er en ég veit að þetta á eftir að breytast eins og allt annað. Allir flokkar sem eru í boði heilla mín því þeir hafa eitthvað mál sem ég styð og í raun eru þeir ekkert svo ólíkir ef þú lítir yfir málin þeirra, þeir vilja allir það sama og eru reiðubúnir að breyta þessu og hinu. Ég gæti ekki bundist einum flokki því mér finnst þeir ekki vera mínir talsmenn því þeir hafa ekki mínar skoðanir og sýn en ég verð að taka þátt í leiknum og kjósa, allir eiga að kjósa alveg sama hvaða skoðanir þeir eiga þeir verða að taka þátt.

 

Það er eitt sem mér finnst leiðinleg umræða og hvernig við skiptum þessum pólitísku umhverfi, það er þessar eilífu aðskilnaðir og hvernig við merkjum okkur með vinstri,hægri, blátt, grænt, rautt. Af hverju aðskiljum við okkur alltaf þegar í raun við erum öll eitt við erum sammála með öll stóru atriðin en leiðirnar þangað að skilur fólk frá hvort öðru og veldur því að skoðanir eins er skoðanir fjölda manna sem tilheyrir flokki. Síðan er alltaf að reyna skora mark eða ná höggi á hinum, reyna fella hann, koma einhverju bragði að honum. Hvenær ætlum við að hugsa sem ein heild? Hvenær ætlum við að breyta okkur þannig að við tölum saman alltaf en ekki bara eftir kosningar. Þetta er leikur ég veit, allt þessi drama og hlutverkin eru alveg með á hreinu og á meðan taka áhorfendur fullan þátt í þeim. Sérstaklega finnst mér hræðslu áróður ýmsa þá flokka sem eru að reyna að kreista nokkrum prósentum vera hrikaleg því hún er svo öflug og virkar þetta er eitthvað sem við verðum að koma í burtu frá samfélaginu og byrja á leikskólastigi. En já til að breyta heiminum verðum við að breyta okkur sjálfum og ég ætla að reyna stiga það litla skref sem ég get til að breytast og ég veit að það á við samfélagið líka það verða hæg skrefin en breytingarnar verða og ég held að næstu kynslóðir muni koma með betri lausnir og hagkvæmari fyrir okkur öll sem heild.

 

En ég samt hvet alla að taka þátt í þessum leik og fara eftir sínu hjarta og skynsemi, við verðum víst að vera áhorfendur en við getum breytt því ef við viljum byrja að taka þátt í ábyrgðinni þetta á ekki að vera þannig að við erum gapandi fuglsungar bíða eftir að mamma komi fljúgandi með orma heldur verðum við líka að vera meðvituð það sem er að gerast í kringum okkur og gera eitthvað í því.

 

Ég hef því miður litla skoðun á Eurovision J


Lifðu Lífinu Því Annars Deyrðu

Sumarið er að koma og þá er alltaf gott að fá að njóta birtunar og lífið sem kviknar. Ég hef verið að hugsa hve fljót við erum að dæma eða mynda ákveðna skoðanir og það eru eins og þær festast einhvern veginn í okkur, ég geri þetta oft sjálfur alveg ómeðvitað og svo sér maður allt í einu einhvern sem maður er búinn að þekkja lengi í einhverju öðru ljósi alveg eins og hann hefði bókstaflega breytt um andlit... andlitin þau geta stundum bara breyst með því ef þú færð að sjá fólk í öðru ljósi í öðrum aðstæðum. Og við eigum að reyna að hugsa svoleiðis þegar við heyrum eitthvert slúður eða "sögur" um einhverja aðra, við verðum að gefa manneskjunni alltaf þetta tækifæri að vera ekki dæmt strax. En vá hvað það er auðvelt að setja það á blað en að virkilega gera það en þetta hæfist algjörlega með andlega ræktun og smá hugarbreytingu, við erum GUÐ.... GUÐinn er inn í þér og þú getur búið til svo margt og breytt svo miklu þú þarft engan til að gera það fyrir þig. 

Ég var í afmæli í gær og við vorum beðinn um að skrifa á miða svona lítil stikkorð og setja þau í krukku og titilinn á þessari færslu er það sem ég skrifaði hún kom bara beint í hugann á mér og opinbera ég það núna að hafa skrifað þetta en allavega þá getum við dáið hvenær sem er og ég er ekki endilega að tala um líkamlegan dauða heldur það sem er inní þér, við "lifum" kannski í rútínunni en í raun eru við kannski dauð og aldrei lifað, stoppað, uppgvötað......þakklæti. 

En ég á margt ólifað og marga dauða framfyrir mér það er spurning hvernig ég ætla að takast á því því það er ýmislegt á þessari göngu sem ég mun upplifa þetta er bara spurning hvernig ég skilgreini sjálfan mig, hvernig ég breyti mér og hvort ég muni deyja eða lifa ;)


Tími...

hann fer

en kom aldrei

svo hljótt

en svo hratt

með vindinum

og í rigningunni

í gegnum grasið

með skýjunum

hann er allstaðar

mundu það

þótt að þú sjáir hann ekki


Til þeirra sem hafa áhuga!

Enjoying this note? Please forward it on!
 
Win a Sustainable Vacation! 

Guys?

Vacation? Education? Opportunity to change the world? We're not sure what to call this, but it's a brilliant idea.

You might have seen the posts on our site for the Sustainable Energy in Motion Bicycle Tour (excellent name, hm?). They're offering a raffle to win a free one-week summer tour.

Go sign up. Seriously. (And if you can't afford a week this summer, well, pass on the link. I'm sure SOMEONE you know likes to ride.) And then come back and read a little more about it--because really, this is an amazing little business.

They've managed to blend everything that's good about vacations with a wonderfully healthy (both for you and the planet) opportunity to learn. The trips take place in the Pacific Northwest--one of the most beautiful parts of the country--and travel through organic farms and intentional communities. So instead of just sight-seeing, riders get to learn about permaculture, green-building, small-scale economies, and sustainable energy.

Amazing.

(Of course, there's also the broader experience of the tours. I love vacations that take place days outdoors, engaging with the land and camping under the open night sky, and what they do your body and heart and spirit. It's like learning what it means to really breathe.)

Anyway. If you feel like giving yourself a different kind of gift, or collecting a group of friends and spending a week or so doing work that matters, or even just writing to find out more, check out the site. They're a tiny company and deserve the support. And remember, they're offering a raffle... so go sign up, and again, please forward this to anyone you think might enjoy this sort of experience!


Much love,
Siona
and The Zaadz Team

44,475 other cool people
get this newsletter.

Liz : Intersection Princess
Liz
Intersection Princess
James : Spiritual Awakening Radio
James
Spiritual Awakening Radio
~C4Chaos : The (Hyper)linker
~C4Chaos
The (Hyper)linker
Craig Photography : Create, Compassion, Service, Photography
Craig Photography
Create, Compassion, Service, Photography
jason : organic cookie evangelist
jason
organic cookie evangelist
Eric : kusala rising
Eric
kusala rising
Paul : Warrior of the Light
Paul
Warrior of the Light
Interiors For Healing : Holistic Organizing
Interiors For Healing
Holistic Organizing
Paul : Avid Devotee
Paul
Avid Devotee
Shandawgg : Soccer Fan
Shandawgg
Soccer Fan

view all of them!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband