Lifðu Lífinu Því Annars Deyrðu

Sumarið er að koma og þá er alltaf gott að fá að njóta birtunar og lífið sem kviknar. Ég hef verið að hugsa hve fljót við erum að dæma eða mynda ákveðna skoðanir og það eru eins og þær festast einhvern veginn í okkur, ég geri þetta oft sjálfur alveg ómeðvitað og svo sér maður allt í einu einhvern sem maður er búinn að þekkja lengi í einhverju öðru ljósi alveg eins og hann hefði bókstaflega breytt um andlit... andlitin þau geta stundum bara breyst með því ef þú færð að sjá fólk í öðru ljósi í öðrum aðstæðum. Og við eigum að reyna að hugsa svoleiðis þegar við heyrum eitthvert slúður eða "sögur" um einhverja aðra, við verðum að gefa manneskjunni alltaf þetta tækifæri að vera ekki dæmt strax. En vá hvað það er auðvelt að setja það á blað en að virkilega gera það en þetta hæfist algjörlega með andlega ræktun og smá hugarbreytingu, við erum GUÐ.... GUÐinn er inn í þér og þú getur búið til svo margt og breytt svo miklu þú þarft engan til að gera það fyrir þig. 

Ég var í afmæli í gær og við vorum beðinn um að skrifa á miða svona lítil stikkorð og setja þau í krukku og titilinn á þessari færslu er það sem ég skrifaði hún kom bara beint í hugann á mér og opinbera ég það núna að hafa skrifað þetta en allavega þá getum við dáið hvenær sem er og ég er ekki endilega að tala um líkamlegan dauða heldur það sem er inní þér, við "lifum" kannski í rútínunni en í raun eru við kannski dauð og aldrei lifað, stoppað, uppgvötað......þakklæti. 

En ég á margt ólifað og marga dauða framfyrir mér það er spurning hvernig ég ætla að takast á því því það er ýmislegt á þessari göngu sem ég mun upplifa þetta er bara spurning hvernig ég skilgreini sjálfan mig, hvernig ég breyti mér og hvort ég muni deyja eða lifa ;)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

wow sterk setning... já maður á að lifa lifinu en ekki bara lifa..... stundum finnst mér ég oft vera bara hérna en ég er ekki að lifa Því.......

já alltaf gaman af þessum tíma, vera vitni á að allt er að lifna við eftir veturinn og tréin hér eru svo flott hef ekki séð þessi tré á Islandi en þau heita blossom trees svo flott þau eru nú í hátindinum með bleik blóm og svo verða tréið bara venjulegt grænt.....

kristin (IP-tala skráð) 6.5.2007 kl. 16:49

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Þetta er fín hugleiðing Lúðvík...það er svo sorglegt hversu margir eru steindauðir í þessu lífi. Ekkert lífsmark en á sama tíma þessi ógnvænlegi ótti við dauðann? Hmmm...ég hef bara eitt mottó og það er að bregðast við öllu sem verður á vegi mínum eins mikið og mér er mögulegt. Og mér finnst ég sko vera á lífi.....líka kannski af þvi að ég trúi ekki á dauðann?

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 6.5.2007 kl. 18:15

3 Smámynd: Lúðvík Bjarnason

Nei dauðinn er blekkingin sem við höfum lifa við lengi ;) það er spurning hvort við förum að sjá það og lifum blekkinglaus :)

Lúðvík Bjarnason, 6.5.2007 kl. 18:32

4 Smámynd: Lúðvík Bjarnason

Já Kristín þetta er yndislegur tími og gaman að upplifa að sjá lífið lifna við ;)

Lúðvík Bjarnason, 6.5.2007 kl. 18:33

5 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

Just shine your Light!

Vilborg Eggertsdóttir, 7.5.2007 kl. 01:02

6 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

kæri lúðvík, takk fyrir góðan pistil. ég segi alltaf að þegar við bendum á einhvern og dæmum, þá snúa þrír fingur að mér, þar að segja, þú bendir með vísifingri, en litliputti, baugfingur og langatöng benda á þig sjálfan ! dæmdu aðra og þú dæmir þig þrisvar.

Dauðinn fyrir mér er alltaf leið til að byrja á einhverju nýju, hvort það er í þessu lífi eða einhverju öðru lífi.

ég er sama sinnis, við erum eitt með öllu, ég er þú og þú ert ég.

Ljós til þín og áfram með lífsnauðsinlegar pælinar.

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 7.5.2007 kl. 17:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband