Trúarbragð... nýtt bragð takk!

Ég fór í skírn í dag til vini mína Traust og Kristínar þau eignaðust fallega stelpu og skírðu hana Thelma María Traustadóttir og vil ég óska þeim til hamingju með gullfallegu stelpu. Skírnin var haldin í heimahúsi og var athöfnin mjög falleg og persónuleg, ég fór að pæla hvort við ættum ekki að draga hluti eins og skírn, giftingar ogsfrv yfir í heimahús þar sem kirkjur geta sett einskonnar höft á mann og fólk þarf alltaf að vera frekar alvarlegt það sem það má varla tala í kirkjum. Síðan er alltaf að sussa á börnin þar sem þau þurfa að beygja sig undir þessum gömlum reglum. Öll hús eru Guðhús allt fólk er Guðsfólk það heitir bara annað, ég er nokkuð viss samt að fólk er byrjað að sjá þetta það er byrjað vera meira meðvitaðra um sjálfan sig og meira segja prestanir þeir eru að breytast. En tími er kominn á að við búum til nýtt umhverfi og sjáum hitt sem fortíð sem bara var, kirkjur eru fínar til samkomu en það má samt vera meira frjálsræði það má vera meira persónulegra. Reyndar geta kirkjur verið mjög misjafnar og já það eru kirkjur út á landi sem eru mjög fallegar en hvernig væri að endurskapa kirkjur og gefa þær aðra þýðingu en það sem er búið að svo sannarlega grafa djúpt inní. Gefum börnunum færi til að sjá nýjar leiðir, ég varð mjög glaður þegar ísafjarðarkirkja ákvað að leyfa fólki að taka þátt í alteristöfluna og það finnst mér rosalega flott framtak og tákn hvernig hlutirnir eru að breytast.
Afhverjum búum við ekki til nýja sálma? Afhverju breytum við ekki faðirvorinu? Nú eru þeir að þýða bíblíuna, afhverju gerum við ekki aðra bíblíu? Afhverju horfum við alltaf á fortíðina sem mikilvægari en það sem er að gerast í dag? Þetta er allt að gerast núna! Við erum hérna núna!
Allir þessi hlutir eru að gerast það er nákvæmlega þetta sem er að gerast fólk sem er að búa til nýtt og segja skilið við það gamla, það er spurning hvort er ég tilbúinn að ganga í að breyta mér upp á nýtt? Búa til nýjan mig? Hef ég hugrekkið til þess? Til að vera breytingin en ekki bara bíða eftir henni, ekki sofna bara og dreyma. Ég sé þetta samt gerast þegar ég horfi á fólk þegar það er glatt og ég veit að það kemur að því að fólk breytist og ákveður að búa til eitthvað nýtt sem er ekkert tengt því sem áður gerðist.

Ég er með margar hugmyndir um hvernig ég myndi vilja breyta og ég myndi vilja að það kæmi fram ef ég væri að skíra eða gifta mig það myndi ekki fjalla um að ég væri að fara ganga til guðs eða neitt þannig heldur væri það bara um okkur það sem við erum og fagnaðurinn sem fylgir því. Það er svo margar hugmyndir sem fylla hausinn á mér og verða að graut þannig ég á svolítið erfitt með að koma því niður hérna. Stundum bara fyllist hausinn á mér að allskonnar hugmyndum en EGOið mitt á svolítið til að drepa það niður, ég á erfitt með að framkvæma það og í staðinn verð ég bara hálfgjörður Zombie :P

En hvað um það ,það er það sem ég er að glíma við sjálfan mig svona eins og samfélagið er að gera, ég þarf að koma þessum boðskap í mitt líf en ekki bara tala um það þannig ég á langt í land sjálfur. Það virðist sem ég ýti þessu í burtu eða ég fæ ekki tækifæri til að tjá mig um það án þess að vera hræddur um að vera kafffærður, það er annað sem ég þarf að glíma við ;)
Vá ég á mikið verk fyrir höndum!

:)

Kveð í bili
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Kæri Lúðvík við eigum öll mikið verk fyrir höndum núna á þessum umbreytingartímum. Hvert og eitt okkar þarf að yfirvinna Egóið og finna taktinn við lífið og alla aðra menn. Hugmyndir eru að breytast og gömlu trúarkerfin að hrynja. Eitthvað nýtt og mikilvefnglegt er að koma inn ti jarðar og við finnum öll fyrir því. Það m.a ýtir okkur áfram að þroskast og þróast. Þetta er virkilega góður pririll hjá þér og alltaf gaman að lesa pælingar þínar. Bara það að skrifa og þora að setja fram sínar eigin hugsanir skiptir máli. Þú ert læika einlægur og heill i þínu og það er gott.

Takk fyrir kæri vinur!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 2.9.2007 kl. 21:38

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Æ afsakaðu stafsetningarvillur..ég á það til að lesa ekki yfir áður en ég ýti á senda..en þú skilur samt hvað ég á við vonandi!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 2.9.2007 kl. 21:40

3 Smámynd: Lúðvík Bjarnason

Takk fyrir mig Katrin og eg sannarlega afsaka stafsetningarvillurnar, eg a svolitid erfitt med ad setja fram hugsanir minar en tad er gott ad taer koma eitthvad til skila :)

Lúðvík Bjarnason, 3.9.2007 kl. 23:34

4 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

ég er sammála ykkur báðum, það eru að koma nýjir tímar, og með nýjum tímum koma nýjar manneskjur !

takk fyrir góða grein og ég fer glöð inn í nýja tíma og reyni að gera hlutina eftir bestu getu hvert sinn eins og ég held að allar manneskju geri !

AlheimsLjós til þín

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 5.9.2007 kl. 15:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband