Brottfarir Heimfarir

Sátum saman við gluggann, rigningin sló létt við gluggann og rokið flautaði furðulegan hvalasöng. Við höfðum pantað okkur kaffi. "Rosalega hefur kaffið hækkað í verði" Segir hann eftir að hafa fengið sér einn kaffisopa. Hann var í gráum jakka og gallabuxum, unglegur í framan með liðað hár sem náði að augum. Ég kinkaði bara kolli og fékk mér minn fyrsta sopa, kaffið var svoldið ramt en alls ekki það versta kaffi sem ég hef fengið. Tónlistin sem kom út úr hátölurum var lágvær en samt var hægt að heyra hvað var verið að spila. "Ég veit ekkert hvað ég á að gera?" Sagði hann með sviplaust andlit og horfði út um gluggan. "Hvað meinarðu?" Sagði ég og reyndi að hljóma eins ég hafði virkilega áhuga á hvað hann var að segja. "Ég er búinn með stúndentinn og mig langar ekki að halda áfram í skóla og ekki er ég að fá neina vinnu, ég er búinn að vera sækja um allstaðar!" Ég horfði einnig út um gluggan þar sem fólk var að berjast við vindinn, sumir voru með regnhlífar sem gerðu ekkert gagn í svona hliðarrigningu, mér hefur alltaf fundist gaman að horfa á fólk og fylgjast með því hvernig persónur það er. Stundum er hægt að sjá hvernig það er með bara að horfa á það og fylgjast með hvernig það hegðar sér. Vinur minn var þessi týpíski íslenskt ungmenni sem var búinn að klára stúdentinn og var á þessum tímamótum þar sem hann var ekki tilbúinn að fara í skólann aftur, hann vildi eins og margir að fara út og skoða lífið og væri helst til í að fara til Asíu eða Suður-Ameríku og eyða 6 mánuðum eða meir í ævintýri. "Afhverju gerirðu þá ekki það sem þú vilt gera?" Sagði ég ákveðinn. Hann horfði á mig í svolitla stund og horfði aftur á rigninguna, hún er víst meira aðlaðandi en gamall vinur. "Ég veit ég ætti að gera það, það er kominn tími að ég færi að gera það sem mig langar að gera en vandamálið er að þetta er svo ógeðslega dýrt þá meina ég flugið en ekki endilega að lifa þar" Ég hristi hausinn  "Hvaða hvaða þú tekur bara lán fyrir þessu, þetta er bara peningur og þú vilt ekki lifa í eftirsjá þegar þú ert orðinn 35 ára og kominn með 3 börn."
Ég reyndi að telja honum trú um að hann ætti bara að gera það sem hann vildi, því maður hefur lend í samræðum við fólk sem hefur sagt ef það hefði nú farið út í heim og upplifað það sem það gæti ekki upplað dagsdaglega eitthvað til að segja börnunum sínum og barna-barnabörnum. Hann virtist skoða regndropana gaumgæfilega eins og hann væri rannsóknamaður frá Íslenskri Erfðagreiningu það vantaði bara smásjá. "Já þú hefur rétt fyrir þér, ég ætti bara að fara gera þetta síðan sagði Dóri að hann væri tilbúinn að fara með mér einnig en ég er samt svolítið hræddur um að fara í eitthvað sem ég er ekki alveg viss hvernig hlutirnir munu enda"
- "Er það ekki sem gefur lífinu gildi, þarf maður endilega að vita allt og plana allt. Stundum er best bara að sjá hvað lífið hefur upp á bjóða og ég efast ekki um að þú eigir eftir að mikið gaman af því!
Vinur minn var hættur að horfa á rigninguna og horfði nú á mig, óákveðnin sem hafði skínið af andlitinu virðist draga sig í burtu frá honum það var eins og hann hafi ákveðið að vera með grímu en eins fljótt og rigningin fór að rigna hafi hann ákveðið að taka hana af sér.
- "Já þú hefur rétt fyrir þér, ég ætla að stefna á þetta fá mér vinnu í sumar og fara svo í vetur byrja að tala við Dóra um hvaða lönd við ættum að fara til.

---------Einhverstaðar út í heimi-----------------

"Vá hvað ég er þreyttur að ferðast!" Sagði hann við mig og hendi bakpokann sinn niður. "Það er eins og öll orkan sem ég hafði hefði verið tekinn af mér án þess að spurja mig" Ég horfði á hann, hann var allskeggjaður og sólbrúnn.
- "Ertu á leiðinni heim?"
- "Já hlakka til að komast heim til að slappa af og fara í heitt bað"
Hann pírði á mig þar sem við vorum úti að borð Kehbab og drekka bjór, ég var hissa að sjá hann svona þar sem hann var oftast mjög orkumikill maður og var ekki mikið fyrir rólegheit.
- "Nei ég veit ég er ekki vanur að vera svona" Það var eins og hann hafði lesið hugsanir mínar. "En ég held að tími sé kominn fyrir mig að koma mér heim, ég er búinn að vera ferðast hérna í Evrópu í 4 mánuði og þar áður var ég í Asíu stundum væri ég bara til að vera á einum stað þrátt fyrir það er gaman að sjá marga staði og fólk þá er ég orðinn leiður að alltaf vera annaðhvort að koma einhvert eða fara einhvert, það er eins og það sé eina sem skiptir mann máli í svona ferðalögum hvert maður er að koma og hvert er maður að fara. Samt ekki misskilja mig ég er glaður að hafa ferðast þetta og séð svo marga hluti en stundum bara langar manni að vera bara á einum stað og upplifa það."
Ég skildi hann vel þar sem það eru margir sem ég hef hitt á mínum ferðalögum sem tala oft um heimkynnin sín þrátt fyrir að þau viðurkenna kannski ekki að þau vilji fara heim þá getur maður fundið það hvernig það talar. Bjöllurnar í trjánum fóru með einhvern íllskiljanlegan mökunarsöng og dúfurnar komu og pikkuðu upp matinn sem datt niður.
-"Heldurðu að þú farir að ferðast aftur?"
-"Ég veit það ekki þótt að allir staðir eru fallegir og fólkið yndislegt, bjórinn er ódýr þá finnst mér alltaf vera með hugann heima"
-"En hvað er í raun heimili? Hvað þarf heimili að vera til að það sé heimili? Er þetta eitthvað sem er hlutlægt eða andlegt?"
-"Fyrir mér er heimili það griðastaður sem ég er búinn að búa til fyrir mér þar er ég búinn að hengja myndirnar mínar upp þar er ég með mjúka rúmið mitt sem ég keypti og þar er ég með öll gögnin mín sem ég hef vistað á mína tölvu." Sagði hann og klóraði sér um brúnleita hökuna.
Ég hugsaði aðeins og sagði: "En erum við ekki alltaf heima í rauninni svo við skiljum þetta hlutlega og efnislega, hvað við erum og hvað við gerum, erum við ekki í rauninni á staðnum sem við viljum vera alveg sama hvert við förum, byrjar þetta ekki allt saman hjá okkur? Inní okkur? Við þurftum í raun ekki að þurfa að fara neitt."
Hann horfði á mig og kláraði bjórinn sinn og sagði: "Jaaaa ég veit ekkert um það, þú ert alltof djúpur fyrir mig það eina sem ég vil er að komast  heim til mín þar sem ég get setist á klósettið og verið þar rólegur og ekki stressaður yfir því hvort einhver ætlar inn á mig."

Kannski hafði hann rétt fyrir sér, kannski væri þæginlega klósettið sem maður fær að þrífa sjálfur, kannski væri það tákn um það sem maður kallar heim eða heimilið sitt, ég velti þessu fyrir mér í svolitla stund en svo þurfti ég að fara. Ég kvaddi vin min og óskaði honum góða ferða heim til sín og skila honum kveðju til klósettið hans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

já þetta er lífið í sinni mynd hjá mörgum, langar annað en það hefur, ég þekki líka svo hluti, langar út að ferðast og sjá heimin, geri það og langar á bara heim og pissa í mitt klósett, sofa í mínu rúmi, hlusta á mína músik !

svona er leitin í lífinu, við leitum og leitum en gleymum að leyta þar sem er í okkur sjálfum ! hefurðu lesið bókina Alkymisten?

TAKK fyrir góða færslu ! 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 31.8.2007 kl. 05:57

2 Smámynd: Lúðvík Bjarnason

Já fólk hefur ýmsar þarfir á misjöfnum stöðum aðrir hugsa bara hvert þeir vilja fara og hinir vilja bara vera heima og dunda sér. Já ég hef lesið Alkamistann og ósjálfrátt var hann svona undirstaðan á þessari sögu. Takk fyrir að commenta á mig Steinunn!

Ljós og Friður

Lúðvík Bjarnason, 31.8.2007 kl. 09:24

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Heima er bara innan í okkur og við tökum það með hvert sem við förum. Ætli þettta sé ekki spurningi um að vera ínúinu hvar sem maður er.én ég skil alveg þessa tilfinningu um að vilja bara hafa sitt í kringum sig..fólkið sitt og rúmið. Stundum þarf maður að fara til að vilja koma aftur og vera sáttur? Losna við órólegheitin úr sjálfum sér.

Flott saga Lúðvík!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 31.8.2007 kl. 14:43

4 Smámynd: Viðar Zophoníasson

Góð lesning, einhvertíma sagði ég að heima væri að setjast á klóið og lesa moggan, en ég kaupi ekki moggan, svo ég er sammála Katrínu, heima er innra í okkur, segi ég og held áfram minni endalausu leit að sveitinni minni.

Viðar Zophoníasson, 1.9.2007 kl. 17:24

5 Smámynd: Lúðvík Bjarnason

Ég þakka kærlega fyrir mig og getið ekki verið meira sammála ykkur ;)

Lúðvík Bjarnason, 2.9.2007 kl. 16:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband